Hundrað þúsund farþegar hafa nýtt sér Íslandsflug Delta

delta flugvel stor

Áætlunarflug Delta til Íslands hófst sumarið 2011 og hafa vélar félagsins verið þétt skipaðar. Íslenskir farþegar félagsins nýta ferðirnar til að fljúga vítt og breitt um Bandaríkin Áætlunarflug Delta til Íslands hófst sumarið 2011 og hafa vélar félagsins verið þétt skipaðar hingað til. Íslenskir farþegar félagsins nýta ferðirnar til að fljúga vítt og breitt um Bandaríkin.
Delta Airlines er eitt þeirra erlendu flugfélaga sem býður upp áætlunarferðir til Íslands. Jómfrúarferð félagsins hingað til lands var farin í júníbyrjun árið 2011 það sumar voru í boði 11.832 sæti í vélum Delta. Í ár verður sætaframboðið nærri því þrisvar sinnum meira því pláss verður fyrir 32.064 farþega í Íslandsfluginu sem hófst í byrjun maí og stendur yfir fram í lok september. Forsvarsmenn Delta höfðu reyndar hug á því að fjölga ferðunum ennþá meira og hefja áætlunarflug hingað frá Minneapolis en ekki fengust hentugir afgreiðslutímar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áfram býður Delta því eingöngu upp á ferðir hingað frá JFK flugvelli í New York.

Vinsæl flugleið

Fyrstu fjögur sumur Delta hér á landi flaug félagið með 93 þúsund farþegar milli Íslands og Bandaríkjanna samkvæmt tölum frá flugfélaginu. Gera má ráð fyrir að farþegarnir séu nú þegar orðnir um tíu þúsund í ár og því hafa samtals ríflega hundrað þúsund farþegar nýtt sér áætlunarflug Delta hingað til lands frá New York. Þessi flugleið hefur verið vel nýtt því sumarið 2013 seldust 88 prósent sætanna og í fyrra var nýtingin 85 prósent. Það er aðeins meira en sætanýting Delta var í heildina þessi tvö ár.

Íslendingar með Delta 

Það er hins vegar ekki svo að eingöngu New York búar nýti sér áætlunarferðir Delta hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu þá nýtur Ísland einnig mikillar hylli meðal farþega sem hefja ferðalagið í flughöfnunum í Los Angeles, San Francisco, Chicago, Atlanta, San Diego, Detroit, Orlando og Baltimore. Íslenskir farþegar Delta fljúga hins vegar helst til New York eða millilenda aðeins þar á leið sinni Orlandó, Los Angeles, San Francisco, Atlanta, San Diego, Washington-borgar eða Tampa.