Hverfi fyrir hverfi í New York

new york onthegrid

Vegvísar fyrir þá sem vilja kynnast litlu svæði heimsborgarinnar vel og innilega.
Það er ómögulegt að komast yfir stór svæði í heimsókn til New York. Það er því oft skemmtilegra að einbeita sér að ákveðnum hverfum og reyna að gera þeim góð skil. Hér má finna leiðarvísa um langflest hverfi borgarinnar og hver og einn þeirra er í umsjá skapandi heimamanns. Þessir vegvísar eru nýir af nálinni og enn sem komið er þá eru ekki öll hverfin komin á kortið en von er á þeim í sumar.
Smelltu hér til að kynna þér New York að hætti ON THE GRID.