Icelandair fjórða best rekna flug­félag Evrópu

icelandair flug

Icelandair er alla jafna meðal þeirra flug­fé­laga sem fá hæstu einkunn hjá sérfræð­ingum eins helsta flug­rits heims. Á því varð ekki breyting í ár. Icelandair er alla jafna meðal þeirra flug­fé­laga sem fá hæstu einkunn hjá sérfræð­ingum eins helsta flug­rits heims. Á því varð ekki breyting í ár.
Árlega rýna sérfræð­ingar á vegum flug­tíma­ritsins Aviation Week í ársreikn­inga flug­fé­laga út um allan heim og gefa þeim einkunn frá einum og upp í 99. Eru fyrir­tækin meðal annars dæmd út frá fjár­hags­legum styrk, tekju­dreif­ingu og viðskipta­módeli. Icelandair kemur ávallt vel út úr þessu mati og síðustu fimm ára er félagið til að mynda með áttundu hæstu meðal­eink­unina, 60,1.
Í ár fær Icelandair ögn hærri einkunn eða 62 og skilar hún því þriðja sætinu á lista yfir bestu flug­félög í heimi með veltu undir 500 millj­örðum.

Meðal bestu í Evrópu

Aðeins þrjú evrópsk flug­félög fá hærri einkunn en það íslenska í ár. Þar á meðal tvö stærstu lággjalda­flug­félg álfunnar, Ryanair og easy Jet eins og sjá má á töfl­unni hér fyrir neðan. Icelandair er svo hárs­breidd frá því að komast á lista yfir tíu bestu reiknu flug­félög í heimi í ár en þar trónir á toppnum Japan Airlines með 75,5 stig.

10 best reknu flug­félög Evrópu skv. Aviation Week

1. Ryanair, 72,2 stig
2. Aegean Airlines, 69,1 stig
3. EasyJet, 66,9 stig
4. Icelandair, 62 stig
5. Internati­onal Airlines Group (British Airways, Iberia, Vueling), 50,7 stig
6. Flybe, 45,9 stig
7. Turkish Airlines, 44,5 stig
8. Air France-KLM, 39,8 stig
9. Aer Lingus, 38 stig
10. Luft­hansa 36,7 stig