Icelandair fjórða best rekna flugfélag Evrópu

icelandair flug

Icelandair er alla jafna meðal þeirra flugfélaga sem fá hæstu einkunn hjá sérfræðingum eins helsta flugrits heims. Á því varð ekki breyting í ár. Icelandair er alla jafna meðal þeirra flugfélaga sem fá hæstu einkunn hjá sérfræðingum eins helsta flugrits heims. Á því varð ekki breyting í ár.
Árlega rýna sérfræðingar á vegum flugtímaritsins Aviation Week í ársreikninga flugfélaga út um allan heim og gefa þeim einkunn frá einum og upp í 99. Eru fyrirtækin meðal annars dæmd út frá fjárhagslegum styrk, tekjudreifingu og viðskiptamódeli. Icelandair kemur ávallt vel út úr þessu mati og síðustu fimm ára er félagið til að mynda með áttundu hæstu meðaleinkunina, 60,1.
Í ár fær Icelandair ögn hærri einkunn eða 62 og skilar hún því þriðja sætinu á lista yfir bestu flugfélög í heimi með veltu undir 500 milljörðum.

Meðal bestu í Evrópu

Aðeins þrjú evrópsk flugfélög fá hærri einkunn en það íslenska í ár. Þar á meðal tvö stærstu lággjaldaflugfélg álfunnar, Ryanair og easy Jet eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Icelandair er svo hársbreidd frá því að komast á lista yfir tíu bestu reiknu flugfélög í heimi í ár en þar trónir á toppnum Japan Airlines með 75,5 stig.

10 best reknu flugfélög Evrópu skv. Aviation Week

1. Ryanair, 72,2 stig
2. Aegean Airlines, 69,1 stig
3. EasyJet, 66,9 stig
4. Icelandair, 62 stig
5. International Airlines Group (British Airways, Iberia, Vueling), 50,7 stig
6. Flybe, 45,9 stig
7. Turkish Airlines, 44,5 stig
8. Air France-KLM, 39,8 stig
9. Aer Lingus, 38 stig
10. Lufthansa 36,7 stig