Miklu ódýrara til Rómar fyrri helmings sumars

colosseum rom

Í sumar verður í fyrsta skipti boðið upp á reglulegar ferðir héðan til höfuðborgar Ítalíu fram í miðjan júlí er hægt að fljúga þangað fyrir fimmtán þúsund krónur en heimferðin er dýrari Í sumar verður í fyrsta skipti boðið upp á reglulegar ferðir héðan til höfuðborgar Ítalíu fram í miðjan júlí er hægt að fljúga þangað fyrir fimmtán þúsund krónur en heimferðin er dýrari.
Í vikunni fara lággjaldaflugfélögin WOW air og Vueling jómfrúarferðir sínar héðan til höfuðborgar Ítalíu. Verður þetta í fyrsta skipti sem boðið verður upp á áætlunarflug þangað frá Keflavíkurflugvelli. Ferðirnar verða þó ekki margar því WOW air mun aðeins fljúga til Rómar næstu níu laugardaga en ferðirnar á vegum Vueling verða tvær í viku fram í lok ágúst. Vélar Vueling taka á loft frá Keflavík skömmu eftir miðnætti en félagið býður einnig upp á flug til Rómar með millilendingu í Barcelona. 

Tvöfaldur verðmunur

Þegar rýnt er í verðskrá flugfélaganna tveggja sést að í dag er mun ódýrara að bóka sér flug til Rómar nú í júní og fyrri hluta júlímánaðar en svo hækkar verðið mjög mikið. Til dæmis kosta ódýrustu sætin með WOW til Rómar næstu fjórar vikur á bilinu 14.999 til 18.999 kr. en hækkar svo. Hjá Vueling að finna nokkur þriðjudagsflug héðan til Ítalíu í júlí á undir 15 þúsund en lægstu fargjöldin eru tvöfalt dýrari eftir það. Hjá báðum flugfélögum leggjast bókunar- og farangursgjöld við farmiðaverðið (sjá nánar).

Ódýrara að nýta sér bæði flugfélög

Flugið heim er í flestum tilfellum dýrara en með því að nýta sér þjónustu beggja félaga má setja saman ódýrari ferðir. Til dæmis borgar sá sem flýgur með Vueling til Rómar 8. júlí og WOW heim þann 17.júlí um 37 þúsund krónur fyrir báðar leiðir.