Nærri þrjú hundruð fleiri áætlunarferðir til útlanda í maí

fle 860

Mikil aukning var í flugumferð um Keflavíkurflugvöll í maí. Munar þar miklu um að sumarvertíð margra erlendra flugfélaga hér á landi hefst mánuði fyrr en vanalega. Mikil aukning var í flugumferð um Keflavíkurflugvöll í maí. Munar þar miklu um að sumarvertíð margra erlendra flugfélaga hér á landi hefst mánuði fyrr en vanalega. Íslensku flugfélögin bættu einnig miklu við.
Það var boðið upp á 1347 áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í maí eða um 44 á dag. Á sama tíma í fyrra voru ferðirnar tæplega þrjú hundruð færri samkvæmt talningum Túrista. Nemur aukningin í maí í ár 27 prósentum. 

Icelandair bætti flestum ferðum við

Öll flugfélögin á Keflavíkurflugvelli juku umsvif sín í nýliðnum mánuði og til að mynda fjölgaði brottförum Icelandair um 139. Einnig munar mikið um að flugfélögin Delta, Airberlin og Lufthansa hófu sumarflug sitt hingað til lands mánuði fyrr í ár en vanalega. WOW air bætti einnig verulega við framboð sitt frá því í maí í fyrra.  
Þrátt fyrir að íslensku félögin tvö hafi fjölgað ferðum sínum töluvert þá hefur hlutdeild þeirra í ferðum frá landinu dregist saman eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli, í brottförum talið:

Maí 2015 Flugfélag Hlutdeild 2015 Hlutdeild 2014
1. Icelandair 67,1% 72,5%
2. WOW air 12% 12,3%
3. easyJet 7,1% 6,3%
4. Airberlin 3% 1%
5. SAS 2,6% 2,9%