New York orðin þriðja vinsælasta flugleiðin

newyork yfir

Ósló er ekki lengur listanum yfir þá þrjá áfangastaði sem oftast er flogið til Keflavíkurflugvelli. Ósló er ekki lengur listanum yfir þá þrjá áfangastaði sem oftast er flogið til Keflavíkurflugvelli. 
Áætlunarflug til Bandaríkjanna jókst um nærri helming í maí samkvæmt talningu Túrista. Ferðirnar vestur um haf voru 321 talsins og í nærri þriðja hvert skipti var ferðinni heitið til New York en bæði Delta og Icelandair bjóða upp á daglegar ferðir þangað. Delta frá vori og fram á haust en Icelandair flýgur til JFK flugvallar og Newark allt árið um kring.
Í maí í fyrra var New York fimmta vinsælasta flugleiðin frá Keflavíkurflugvelli en þessi mikla umferð þangað í maí síðastliðnum kemur henni upp um tvö sæti eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Sem fyrr er oftast flogið til London og Kaupmannahöfn en Ósló færist núna neðar á listanum.

Vægi þeirra borga sem oftast var flogið til í maí

1. London: 12,1%
2. Kaupmannahöfn: 8,8%
3. New York: 7,5%
4. Ósló: 7,2%
5.-6. Boston: 5,6%
5.-6. París: 5,6%
7. Washington: 3,6%
8. Stokkhólmur: 4%
9. Frankfurt: 3,6%
10. Amsterdam: 3%