Ódýrir flugmiðar fyrir þá sem vilja út í hvelli

paris Ile de la cite

Sjö billegar ferðir fyrir þá sem vilja út ekki seinna en í næstu viku. Sjö billegar ferðir fyrir þá sem vilja út ekki seinna en í næstu viku.
Ertu með sveigjanleg plön fyrir sumarfríið? Ef þú ert til í að fara í frí til Póllands, Sviss, Bretlands eða Frakklands næstu daga þá kemstu þangað fyrir lítið. Farmiði með Wizz Air til Póllands á föstudaginn og heim aftur á sunnudag kostar til að mynda innan við 15 þúsund krónur og vikuferð aðeins meira. Sá sem kemst til Bristol á fimmtudaginn kemst þangað fyrir sáralítið en flugið til Genf, Basel og Parísar er dýrara. Hér eru nokkrir ódýrir flugmiðar úr landi og heim aftur í þessari viku og þeirri næstu.
Hafa ber í huga að flugfélögin sem bjóða svona ódýra miða rukka aukalega fyrir farangur.

Ódýrir flugmiðar í þessari og næstu viku

Gdansk, 19.til 22. júní. 14.845 kr. með Wizz Air
Gdansk, 22.til 29. júní. 16.330 kr. með Wizz Air
Bristol, 18. til 25.júní. 17.857 kr. með easyJet
Basel, 20. til 23.júní. 24.527 kr. með easyJet
Genf, 20. til 24.júní. 26.343 kr. með easyJet
París, 18. til 22. júní. 28.947 kr. með Transavia
Lyon, 20. til 27. júní. 30.730 kr. með WOW air
SMELLTU HÉR TIL AÐ FINNA ÓDÝR HÓTEL Í ÞESSUM BORGUM OG NÁGRENNI