Reykjavík á lista yfir 25 helstu ferðamannastaði Evrópu

instanbul a

Hér eru þeir 25 evrópsku áfangastaðir sem ferðavefurinn Tripadvisor telur þá mest spennandi í ár. Til átta þeirra er hægt að fljúga beint til frá Keflavíkurflugvelli. Hér eru þeir 25 evrópsku áfangastaðir sem ferðavefurinn Tripadvisor telur þá mest spennandi í ár. Til átta þeirra er hægt að fljúga beint til frá Keflavíkurflugvelli.
Istanbúl er sú borg í Evrópu sem forsvarsmenn hinnar víðlesnu ferðasíðu Tripadvisor segja vera áhugaverðasta áfangastaðinn í Evrópu í ár. Þar á eftir koma höfuðborgir Tékklands, Bretlands, Ítalíu og Frakklands en sú íslenska er í sæti númer tuttugu. Í umsögn Tripadvisor um Reykjavík segir meðal annars að þessi nyrsta höfuðborg Evrópu sé góð bækistöð fyrir þá sem vilja kynnast náttúru Íslands en vilja geta hlaðið batteríin á ný í sundlaugum borgarinnar og heilsuræktum. Tripadvisor segir stemninguna í Reykjavík vera fordómalausa og kraftmikla sem skili sér í víðfrægu tónlistar- og listalífi, góðum mat og hinu alræmda næturlífi borgarinnar.

Fimm ítalskir staðir

Af þeim tuttugu og fimm áfangastöðum sem komast á lista Tripadvisor þá er aðeins flogið beint héðan til átta þeirra. Það eru London, Róm, París, Barcelona, Amsterdam, Vínarborg, Edinborg og Berlín. Á listanum eru hins vegar nokkrar minni borgir og bæir sem liggja nokkurn spöl frá alþjóðlegum flugvelli. Athygli vekur að Frakkar eiga aðeins einn fulltrúa á listanum, Spánn tvo en Ítalir hvorki fleiri né færri en fimm. Flugsamgöngur milli Ítalíu og Íslands hafa því miður verið bágbornar um langt skeið en í sumar verður þó í fyrsta skipti boðið upp á áætlunarflug héðan til Rómar. Hér má sjá hvert verður flogið beint frá Keflavík í sumar og haust

Helstu áfangastaðirnir í Evrópu 2015 að mati Tripadvisor

  1. Istanbúl, Tyrkland
  2. Prag, Tékkaland
  3. London, Bretland
  4. Róm, Ítalía
  5. París, Frakkland
  6. Zermatt, Sviss
  7. Barcelona
  8. Goerme, Tyrkland
  9. Sankti Pétursborg, Rússland
  10. Aþena, Grikkland
  11. Búdapest, Ungverjaland
  12. Lissabon, Portúgal
  13. Flórens, Ítalía
  14. Feneyjar, Ítalía
  15. Rimini, Ítalía
  16. Amsterdam, Holland
  17. Sorrento, Ítalía
  18. Funchal, Portúgal
  19. La Oliva, Fuerteventura, Spánn
  20. Reykjavík
  21. Kraká, Pólland
  22. Vínarborg, Austurríki
  23. Killarney, Írland
  24. Edinborg, Skotland
  25. Berlín, Þýskaland