Reynisfjara meðal 10 bestu stranda Evrópu

reynisfjara

Sólarstrendur eru áberandi á lista Lonely Planet yfir bestu strendur Evrópu í ár en svarti sandurinn við Vík í Mýrdal kemst líka á blað. Sólarstrendur eru áberandi á lista Lonely Planet yfir bestu strendur Evrópu í ár en svarti sandurinn við Vík í Mýrdal kemst líka á blað.
Heitur sjór og sandur er ekki skilyrði fyrir því komast á lista Lonley Planet yfir tíu bestu evrópsku strendurnar í ár. Við níu þeirra eru þó leikandi hægt að busla í sjónum en það sama verður ekki sagt um Reynisfjöru. Hún kemst þó í fimmta sæti á topplista Lonely Planet og í umfjöllun segir m.a. að hin svarta Reynisfjara sé algjör andstaða við strendur Karabíska hafsins en engu að síður er mælt með að ferðamenn gefi sér góðan tíma í Vík.

Bestu sandstrendur Evrópu 2015 að mati Lonely Planet

  1. Jaz Beach – Svartfjallalandi
  2. Peniche, Portúgal
  3. Rondinara, Kórsíku
  4. Cale Goloritzé, Sardaníu
  5. Vík, Íslandi
  6. Bantham Beach, Bretlandi
  7. Sandwood Bay, Bretlandi
  8. Cala Macarella, Menorca
  9. Voutoumi, Antipaxi, Grikklandi
  10. Curonian Spit, Litháen