Reyn­is­fjara meðal 10 bestu stranda Evrópu

reynisfjara

Sólar­strendur eru áber­andi á lista Lonely Planet yfir bestu strendur Evrópu í ár en svarti sand­urinn við Vík í Mýrdal kemst líka á blað. Sólar­strendur eru áber­andi á lista Lonely Planet yfir bestu strendur Evrópu í ár en svarti sand­urinn við Vík í Mýrdal kemst líka á blað.
Heitur sjór og sandur er ekki skil­yrði fyrir því komast á lista Lonley Planet yfir tíu bestu evrópsku strend­urnar í ár. Við níu þeirra eru þó leik­andi hægt að busla í sjónum en það sama verður ekki sagt um Reyn­is­fjöru. Hún kemst þó í fimmta sæti á topp­lista Lonely Planet og í umfjöllun segir m.a. að hin svarta Reyn­is­fjara sé algjör andstaða við strendur Karab­íska hafsins en engu að síður er mælt með að ferða­menn gefi sér góðan tíma í Vík.

Bestu sand­strendur Evrópu 2015 að mati Lonely Planet

  1. Jaz Beach — Svart­fjalla­landi
  2. Peniche, Portúgal
  3. Rondinara, Kórsíku
  4. Cale Goloritzé, Sardaníu
  5. Vík, Íslandi
  6. Bantham Beach, Bretlandi
  7. Sandwood Bay, Bretlandi
  8. Cala Macar­ella, Menorca
  9. Voutoumi, Antipaxi, Grikklandi
  10. Curonian Spit, Litháen