Nú lækkar símakostnaður íslenskra ferðamanna

simi mynd

Árlega lækkar ESB það hámarksverð sem rukka má fyrir notkun símtækja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Í dag tekur í gildi ný verðskrá. Árlega lækkar ESB það hámarksverð sem rukka má fyrir notkun símtækja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Í dag tekur í gildi ný verðskrá.
Fyrir fjórum árum síðan borgaði íslenskur símnotandi tæpar 73 krónur fyrir hverja mínútu sem hann talaði í farsímann sinn frá öðru Evrópulandi. Frá og með deginum í dag er hámarksverð ESB á þessari þjónustu hins vegar 34,83 krónur. Verðþakið hefur því lækkað um rúman helming síðustu ár. Kostnaður við að senda SMS og svara í símann hefur líka lækkað umtalsvert fyrir tilstilli ESB eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þeir sem kaupa sérstaka ferðapakka símafyrirtækjanna geta lækkað símkostnaðinn enn frekar.

Netið hefur hríðlækkað og verður svo frítt

Snjallsímar geta verið mjög gagnlegir á ferðalagi en því miður kostar töluvert að tengjast erlendum símanetum. Sá sem er á ferðalagi innan EES svæðisins frá og með deginum í dag borgar um 37 krónur fyrir hvert megabæt sem hann notar en verðið var 147 kr. þegar ESB setti fyrst þak þessi svokölluðu reikisímtöl. Til samanburðar má nefna að eitt megabæt dugar til að skoða Facebook í örfáar mínútur og til að senda tíu tölvupósta án viðhengis. Símnotendur í Evrópu sjá hins vegar fram á enn betri tíma því eftir tvö ár verða gjöld vegna reikisímatala afnumin og þau munu lækka aftur í verði næsta vor.