Skarphéðinn Berg hættur hjá Ferðaskrifstofu Íslands

uu sida

Framkvæmdastjóraskipti á ný á einni stærstu ferðaskrifstofu landsins. Framkvæmdastjóraskipti á ný á einni stærstu ferðaskrifstofu landsins. 
Skarphéðinn Berg Steinarsson hætti sem framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands um síðustu mánaðarmót. Í samtali við Túrista segist hann sjálfur hafa óskað eftir því að láta af störfum.

Tíðar breytingar 

Skarphéðinn Berg tók við sem framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar í byrjun þessa árs eftir að Margrét Helgadóttir sagði starfi sínu lausu. Hún hafði verið yfirmaður fyrirtækisins í tæplega tvö ár.

Umsvifamikil ferðaskrifstofa

Samkvæmt heimildum Túrista hefur Þórunn Reynisdóttir, fyrrum samstarfskona Skarphéðins hjá Iceland Express, tekið við stjórn Ferðaskrifstofu Íslands en það hefur ekki fengist staðfest. 
Ferðaskrifstofa Íslands er í eigu Pálma Haraldssonar sem jafnframt var aðaleigandi Iceland Express. Ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir heyra undir Ferðaskrifstofu Íslands. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins starfa meira en þrjátíu manns á skrifstofum félagsins auk þess er fjöldi fararstjóra á vegum fyrirtækisins í útlöndum.
TILBOÐ: SÓLARLANDAFERÐIR TIL SPÁNAR OG TYRKLANDS Á NIÐURSETTU VERÐI