Samfélagsmiðlar

Spurningar og svör: Lasse Sandaker-Nielsen frá Norwegian

norwegian lasse sandaker nielsen

Vöxtur WOW air í Bandaríkjunum á sér eðlilegar skýringar að mati talsmanns þriðja stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu. Vöxtur WOW air í Bandaríkjunum kemur framkvæmdastjóra hjá Norwegian ekki á óvart. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir einn af stjórnendum þessa þriðja stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu. 
Á flugvöllunum í Ósló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi er Norwegian annað umsvifamesta flugfélagið á eftir SAS. Vöxtur þessa norska lággjaldaflugfélags hefur verið mjög hraður síðustu ár og fá fyrirtæki eru eins áberandi í skandinavískum fjölmiðlum.
Félagið hefur verið að hasla sér völl í áætlunarflugi til Bandaríkjanna síðustu ár og var fyrsta evrópska lágjaldaflugfélagið sem bauð upp á reglulegar ferðir yfir hafið. Nú fetar íslenska lággjaldaflugfélagið WOW air sömu braut og Norwegian er því ekki lengur sér á báti. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Lasse Sandaker-Nielsen, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Norwegian, um íslensku flugfélögin tvö og samkeppnina við þau í flugi vestur um haf.

WOW fór nýlega jómfrúarferð sína til Bandaríkjanna og nú þegar stefnir félagið á aukin umsvif þar í landi og í Kanada. Kemur þér á óvart að WOW stækki svona hratt í Norður-Ameríku?
Í allt of langan tíma hafa stóru flugfélögin ráðið markaðnum í flugi yfir Atlantshafið og fargjöldin hafa verið há. Flug okkar hefur fengið virkilega góðar undirtektir og ekki síst meðal Bandaríkjamanna. Það er skýrt merki um að samkeppnin á þessum flugleiðum hefur verið alltof lítil. Við bjóðum upp á nýjan valkost sem fólki líkar við. Það kemur mér því ekki á óvart að WOW air fái líka góðar viðtökur.

Forsvarsmenn WOW air segja lítla yfirbyggingu vera lykilinn að því að geta boðið lág fargjöld. Fyrirtækið er t.a.m. ekki með söluskrifstofur í Bandaríkjunum öfugt við ykkur. Skipta söluskrifstofurnar miklu máli fyrir Norwegian?
Við seljum meira en áttatíu prósent af miðunum á netinu. Þeim mun minni sem skrifstofurnar eru, því lægri verður stjórnunarkostnaðurinn og þar með fargjöldin.

Síðustu ár hefur Icelandair fjölgað áfangastöðum í Bandaríkjunum og Kanada hratt en í N-Ameríku er oft talað um félagið sem lággjaldaflugfélag. Lítur þú íslensku flugfélögin mismunandi augum sem samkeppnisaðila?
Í fluggeiranum er allir í samkeppni.

Er það eitthvað sem þið getið lært af íslensku flugfélögum og þau af ykkur?
Öll fyrirtæki sem njóta velgegni geta lært eitthvað af öðrum í sömu stöðu.

Í dag flýgur Norwegian til Íslands frá Bergen og Ósló. Eru uppi áform um að auka framboðið?
Við endurmetum sífellt leiðakerfi okkar og hingað til hefur eftirspurnin eftir Íslandsflugi okkar verið ásættanleg.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …