Verðkönnun á flugvélamat

easyjet freyja

Hjá sumum flugfélögum þurfa farþegarnir aldrei að taka upp veskið um borð, sum rukka aðeins fyrir áfengið en annars staðar þarf að borga fyrir allt. Hjá sumum flugfélögum þurfa farþegarnir aldrei að taka upp veskið um borð, sum rukka aðeins fyrir áfengið en annars staðar þarf að borga fyrir allt.
Verð á veitingum í háloftunum er í flestum tilfellum það sama í ár og það var síðastliðið sumar samkvæmt verðkönnunum Túrista. Hjá erlendu flugfélögunum sem hingað fljúga hefur það þó í flestum tilfellum lækkað og skrifast sú verðbreyting á styrkingu íslensku krónunnar.

Norrænu flugfélögin rukka mest

Það er engu að síður töluverður munur á verðskrám flugfélaganna þegar kemur að hressingu um borð. Brauðmetið er dýrast hjá WOW air og SAS eða um 1000 krónur á meðan farþegar Norwegian borga mest fyrir kaffibolla eða 510 krónur eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Óáfengir drykkir eru víða í boði hússins en algengt er að rukkaðar séu nokkur hundruð krónur fyrir þess háttar annars staðar samkvæmt verðkönnun Túrista. Verð á bjórdós er hæst hjá skandinavísku flugfélögunum Norwegian og SAS en aðeins Delta og Lufthansa bjóða upp á áfenga drykki.
Hjá sumum flugfélögum fá yngstu farþegarnir frían mat en þess háttar er ekki algengt.