50 markverðustu hamborgaranir í New York

hamborgarar grubstreet

Þessar myndir af bestu hamborgurunum í heimsborginni hreyfa við öllum þeim sem þykir eitthvað til þessa þjóðarskyndibita Bandaríkjamanna koma. 
Það er varla réttlætanlegt að borða hamborgara í hvert mál þegar dvalið er í New York jafnvel þó það geti verið freistandi eftir að hafa rennt í gegnum þennan girnilega lista vefsíðunnar Grubstreet. Þar er að finna glæsilegar myndir af þeim 50 hamborgurum sem ritstjórn síðunnar telur þá markverðustu í heimsborginni.
Eins og sjá má eru þetta borgarar af öllum stærðum og gerðum, sumir standa hátt upp í loft, sósurnar spýtast út úr sumum og svo eru þarna nokkir ansi frumlegir.
Þó Túristi forðist alla jafna myndamatseðla þá er varla annað hægt en að taka glósur á meðan þessi listi er skoðaður og merkja við þá borgara sem líta best út. Því næst er að fara inn á heimasíðu Icelandair og Delta og kanna hvað farið til New York kostar.
Smelltu hér til að skoða hina freistandi upptalningu Grubstreet á „The 50 Most Important Burgers in New York“