Verðskrár íslenskra bílaleiga áfram í sérflokki

vegur 860

Leiguverð á bílaleigunum við evrópskar flughafnir hafa sveiflast upp og niður en er áfram langhæst við Keflavíkurflugvöll. Leiguverð á bílaleigunum við evrópskar flughafnir hafa sveiflast upp og niður en er áfram langhæst við Keflavíkurflugvöll.
Líkt og áður þurfa ferðamenn hér á landi að borga mun meira fyrir að hafa afnot að bíl í sumarfríinu en þeir sem eru á ferðinni annars staðar í Evrópu. Þetta sýna reglulegar verðkannanir Túrista á leiguverði bílaleiga við 20 evrópska flugvelli. Sá sem bókar í dag bíl síðustu tvær vikurnar í ágúst borgar að jafnaði 10.979 krónur á dag fyrir ökutæki af minnstu gerð, sem afhent er við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en sambærilegur bíll kostar 5.620 krónur á dag við Óslóarflugvöll þar sem verðið er næst hæst. Lægst er verðið á Alicante á Spáni eða tæplega þúsund krónur á dag.

Verðlækkanir víða

Eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan hafa verið töluverðar sveiflur í verðlagningu bílaleigubílum í ágúst. Á sumum stöðum er t.a.m. ódýrara að bóka í dag bíl fyrir seinni hluta ágústmánaðar en það var 1. febrúar. Það á t.d. við í Barcelona og Alicante á Spáni en eins í Mílanó, London og Berlín. Rauðu súlurnar hér fyrir neðan sýna verðið eins og það er í dag fyrir bíl af minnstu gerð dagana 17. til 31. ágúst en þær gulu sýna verðið eins og það var 1.febrúar sl. 
Í könnunum er notast við leitarvél Rentalcars.com sem er ein umsvifamesta bókunarsíða heims á þessu sviði og býður því oft lægra verð en almennt gerist. Þess ber að geta að Rentalcars.com er samstarfsaðili Túrista og sér um bílaleiguleit síðunnar.