easyJet bætir við þriðju flugleiðinni frá London til Íslands

easyJet nytt

Enn á ný eykur breska lággjaldaflugfélagið easyJet við flug til Íslands frá Bretlandi. Næsta vetur mun félagið fljúga hingað frá sjö breskum flughöfnum. Enn á ný eykur breska lággjaldaflugfélagið easyJet við flug til Íslands frá Bretlandi. Næsta vetur mun félagið fljúga hingað frá sjö breskum flughöfnum.
Fyrir rúmum þremur árum síðan fór easyJet jómfrúarferð sína til Íslands og bauð félagið þá aðeins upp á flug hingað frá Luton flugvelli við London. Jafnt og þétt hefur félagið bætt Íslandi við leiðakerfi sitt frá fimm öðrum breskum flugvöllum og í dag tilkynnti félagið um reglulegar ferðir hingað frá Stansted flugvelli við London næsta vetur. Flogið verður tvisvar í viku og gera áætlanir félagsins ráð fyrir að árlega muni um 13 þúsund farþegar nýti sér þessa nýju flugleið. Í tilkynningu frá easyJet segir að ódýrustu fargjöldin til Stansted frá Keflavík verði á um 7.500 krónur en farþegar borga aukalega fyrir innritaðan farangur.

Ótrúleg samkeppni í Lundúnarflugi

Í dag flýgur easyJet hingað frá tveimur flugvöllum á Lundúnarsvæðinu, Luton og Gatwick, og flugið til Stansted er hrein viðbót. Það er því útlit fyrir að í boði verði allt að 56 ferðir í viku frá Keflavík til Lundúna næsta vetur en þá hefur British Airways Íslandsflug á ný eftir nokkurra ára hlé. Eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan þá hefur orðið gífurleg aukning í tíðni ferða milli Keflavíkurflugvallar og flughafnanna á Lundúnarsvæðinu síðustu ár.