Samfélagsmiðlar

Erfiðara að eiga við farþegaaukninguna en gert var ráð fyrir

kef turisti

Mjög langar biðraðir mynduðust í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær og seinka þurfti öllum morgunflugum Icelandair. Mjög langar biðraðir mynduðust í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær og seinka þurfti öllum morgunflugum Icelandair. Forsvarsmenn Isavia búast við miklu álagi í júlí og biðja farþega um að mæta tímanlega í flug.
Það var fullt út úr dyrum í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og stór hluti farþega Icelandair þurfti að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skila farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Seinka þurfti öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma vegna seinagangsins sem skrifast meðal annars á manneklu í vopnaleit. 

Pirraðir farþegar

Meðal farþega á Keflavíkurflugvelli í gær var Túristi og það var greinilegt að langar raðir við innritunarborðin komu fólki í opna skjöldu. Margir áttuðu sig til að mynda ekki á því hvar biðraðirnar byrjuðu og fóru því inn í þær miðjar sem olli miklum pirringi hjá þeim sem stóðu aftar. Þegar nær dró brottför urðu farþegar stressaðir og vildu komast framar í raðirnar til að ná um borð fyrir flugtak. Athygli vakti að tvö af öryggishliðum flugvallarins voru ekki í notkun þrátt fyrir langar biðraðir. Aðspurður um þetta ástand segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu.“ Guðni bendir einnig á að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við.

Betra að mæta snemma 

Unnið er að því að stækka farþegasvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en Guðni segir það vera mikið verk sem taki tíma. „Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn. Við hvetjum farþega til að koma snemma og við munum í sumar byrja innritun fyrr til þess að dreifa álaginu á þessum álagstoppum betur.“ Farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli klukkan sex og átta á morgnana, frá þrjú til fimm seinnipartinn eða um miðnætti eru hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför.

Fara rækilega yfir málin

Eins og áður segir voru það farþegar Icelandair sem urðu að sætta sig við langar raðir í gærmorgun og seinkun á ferðum. „Það sem olli töfum þennan morgun voru einkum bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem hafði ekki undan og tafði innritun, auk þess sem vopnaleitin var undirmönnuð. Innritun gengur alla jafna nokkuð hratt og vel, en bilanir eins og þessar hægja á öllu ferlinu, lengja biðraðir og seinka flugi. Þegar svona aðstæður skapast er farið rækilega yfir málin af öllum sem bera ábyrgð, og allt reynt að gera til að bæta úr,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurður um atburði gærdagsins.
Þess má geta að í morgun hélt áætlun Keflavíkurflugvallar í nær öllum tilvikum enda vanalega færri á ferðinni á mánudögum en á sunnudögum.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …