Í sumar er í fyrsta skipti hægt að fljúga beint héðan til höfuðborgar Ítalíu og þeir sem hafa hug á því að nýta sér það komast til Rómar og heim aftur á 40 til 50 þúsund. Í sumar er í fyrsta skipti hægt að fljúga beint héðan til höfuðborgar Ítalíu og þeir sem hafa hug á því að nýta sér það komast til Rómar og heim aftur fyrir innan við 40 þúsund.
Rómarreisur eru fastur liður á dagskrá ferðaskrifstofanna hér á landi bæði á vorin og haustin. Áætlunarflug til borgarinnar hefur hins vegar ekki verið í boði fyrr en núna því bæði WOW air og Vueling fljúga þangað fram í lok sumars. Samkvæmt athugun Túrista er ennþá töluvert af ódýrum farmiðum í boði en reyndar er skortur á heimflugum á hagstæðu verði fyrstu þrjár vikurnar í ágúst. Hvað sem því líður er samt sem áður hægt að setja saman ódýra ferð til Rómar næstu vikur en stundum getur borgað sig að fljúga út með öðru félaginu en heim með hinu. Sá sem flýgur t.d. út á föstudaginn með WOW og heim með Vueling fimmtudaginn eða föstudaginn í næstu viku borgar um 50 þúsund fyrir farið. Ef lagt er í hann með Vueling aðfaranótt miðvikudagsins næsta og og heim á laugardagskvöld er farið á rúmar 41 þúsund krónur. Svipað verð má finna í lok ágúst og í byrjun september eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Hafa ber í huga að bæði flugfélög rukka farþega fyrir innritaðan farangur og WOW einnig fyrir þyngri handfarangur.
Tilboð á gistingu
Þeir sem ekki hafa í hús að vernda í Róm geta fundið tilboð á gistingu þar í borg á heimasíðum Booking.com og Hotels.com og hér má svo gera verðsamanburð á nær öllum hótelum borgarinnar.
Ódýrustu miðarnir til Rómar | Verð | Ódýrustu heimferðirnar frá Róm | Verð |
17.júlí | 23.999 kr. með WOW | 21.júlí | 23.537 kr. með Vueling |
22.júlí | 17.830 kr. með Vueling |
25.júlí | 23.537 kr. með Vueling |
24.júlí | 18.999 kr. með WOW | 28.júlí | 26.406 kr. með Vueling |
26.júlí | 23.538 kr. með Vueling |
24.ágúst | 20.683 kr. með Vueling |
29.júlí | 20.624 kr. með Vueling |
27.ágúst | 17.829 kr. með Vueling |
4.ágúst | 20.683 kr. með Vueling |
28.ágúst | 19.915 kr. með WOW |
7.ágúst | 15.999 kr. með WOW | 31.ágúst | 17.829 kr. með Vueling |
7.ágúst | 17.829 kr. með Vueling |
3.september | 14.976 kr. með Vueling |
11.ágúst | 23.537 kr. með Vueling |
8.september | 20.683 kr. með Vueling |
14.ágúst | 23.537 kr. með Vueling |
12.septmber | 20.683 kr. með Vueling |
25.ágúst | 26.406 kr. með Vueling |
||
1.september | 23.537 kr. með Vueling |
||
9.september | 20.683 kr. með Vueling |
||
13.september | 23.537 kr. með Vueling |