Vín laðar til sín sífellt fleiri Íslendinga

vin2

Að jafnaði dvelja íslenskir túristar lengur í höfuðborg Austurríkis en aðrir ferðamenn. Borgin nýtur umtalsvert meiri vinsældar hjá landanum. Að jafnaði dvelja íslenskir túristar lengur í höfuðborg Austurríkis en aðrir ferðamenn. Borgin nýtur umtalsvert meiri vinsældar hjá landanum.
Áætlunarflug héðan til Vínarborgar takmarkast við nokkrar vikulegar ferðir yfir sumartímann á vegum austurrísku flugfélaganna Austrian og FlyNiki. Íslandsflug þessara tveggja félaga er í föstum skorðum en þrátt fyrir það voru íslenskir flugfarþegar í borginni fimmtungi fleiri á fyrri helmingi ársins en á sama tíma í fyrra. Í heildina lentu 1823 Íslendingar á Vinarflugvelli fyrri part árs.

Gistum lengst í Vín

Íslenskir ferðamenn keyptu 5.150 gistinætur á hótelum Vínarborgar fyrstu sex mánuði ársins sem er aukning um ríflega 30 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu ferðamálaráðs borgarinnar. Meðaldvöl Íslendings í borginni var 2,83 nætur sem er nokkru lengri tími en gerist og gengur í Vínarborg því þar gista ferðamenn alla jafna í 2,17 nætur.

Vitum ekkert um ferðir Austurríkismanna hér á landi

Það er ekki algengt að til séu svona nákvæmar tölur um ferðir Íslendinga í útlöndum því langoftast lenda Íslendingar í flokknum „aðrir“ í talningum erlendra ferðamálaráða. Austurríkismenn flokka hins vegar flugfarþega niður eftir 48 erlendum þjóðernum en hér á landi takmarkast talningin við sautján. Austurríkismenn eru meðal þeirra þjóða sem lenda í flokknum „aðrir“ í talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli og því veit enginn hversu margir Austurríkismenn koma hingað til lands.