Flugstólar sem styðja við höfuðið – líka hjá þeim á ódýrasta farrými

flugsaeti

Það getur verið erfitt að koma sér almennilega fyrir um borð í flugvél en hér er kannski komin lausn á þeim vanda.
Yfir sumartímann lætur nærri að fimmta hver brottför frá Keflavíkurflugvelli sé stuttu eftir miðnætti og svo er lent nokkrum tímum síðar á meginlandi Evrópu þar sem heimamenn eru að rísa úr rekkju. Þá skiptir máli að hafa náð smá svefni í fluginu og það sama á við þegar flogið er heim frá N-Ameríku. Það reynist mörgum hins vegar ákaflega erfitt að finna góða stellingu til að sofa í og svo kemur líka fyrir að sessunautarnir séu plássfrekir og taki til að mynda armbríkina. 
Hönnuðir hjá breska fyrirtækinu Thompsonaero telja sig hafa fundið lausn á þessum vanda og kynntu nýlega CozySuite flugsætin sem eiga ekki aðeins vera framúrskarandi þægileg heldur á plássið um borð að nýtast ennþá betur sem er mikilvægt fyrir flugfélögin. Nú er bara að bíða og sjá hvort flugfélögin hér á landi innrétti vélarnar sínar upp á nýtt eða haldi þeim áfram í gamla farinu.