Ferðast frítt um heiminn á flugpunktum

beb schlappig

Undanfarið ár hefur ungur Bandaríkjamaður búið í háloftunum og nær eingöngu á fyrsta farrými. Hann borgar þó sjaldnast nokkuð fyrir flugmiðana enda búinn að stúdera tryggðakerfi flugfélaganna ofan í kjölinn.
Ben Schlappig eyddi námsárunum í kynna sér vildarkerfi flugfélaganna og var fljótur að átta sig á því hvernig safna mátti punktum án þess þó að eyða krónu. Á meðan jafnaldranir voru í partíum flaug hann vítt og breitt um Bandaríkin og borgaði aðeins með punktunum sem hann hafði safnað með því að nýta sér allar þær glufur sem fundust í tryggðarkerfum flugfélaga, hótela og kreditkortafyrirtækja. Hann sækir til að mynda um tvö til þrjú ný kreditkort í mánuði og nýtir sér öll þau tilboð sem gefa honum fleiri punkta. 

Hefur ekki reynslu af íslensku flugfélögunum

Í fyrra ákvað þessi 25 ára Bandaríkjamaður að segja upp íbúðinni sinni í Seattle og taka næstu vél frá Tacoma flugvelli. Ári siðar er hann ennþá á ferðinni og sér enga ástæðu til að finna sér nýja íbúð enda fer ljómandi vel um hann á fyrsta farrými þar sem hann nýtir meðal annars tímann til að skrifa blogg um hvernig megi safna punktum á einfaldastan hátt. Schlappig skrifar einnig um flugferðirnar og gefur flugfélögum, flugvöllum og hótelum dóma. Ennþá hefur Schlappig ekki flogið með íslensku flugfélögunum og hefur engin góð ráð um hvernig megi safna vildarpunktum Icelandair fljótt og auðveldlega.
Nýverið birti tímaritið Rolling Stone áhugavert viðtal við þennan sérstaka flugkappa og hér fyrir neðan má sjá viðtal við Schlappig.