Samfélagsmiðlar

Ferðast frítt um heiminn á flugpunktum

beb schlappig

Undanfarið ár hefur ungur Bandaríkjamaður búið í háloftunum og nær eingöngu á fyrsta farrými. Hann borgar þó sjaldnast nokkuð fyrir flugmiðana enda búinn að stúdera tryggðakerfi flugfélaganna ofan í kjölinn.
Ben Schlappig eyddi námsárunum í kynna sér vildarkerfi flugfélaganna og var fljótur að átta sig á því hvernig safna mátti punktum án þess þó að eyða krónu. Á meðan jafnaldranir voru í partíum flaug hann vítt og breitt um Bandaríkin og borgaði aðeins með punktunum sem hann hafði safnað með því að nýta sér allar þær glufur sem fundust í tryggðarkerfum flugfélaga, hótela og kreditkortafyrirtækja. Hann sækir til að mynda um tvö til þrjú ný kreditkort í mánuði og nýtir sér öll þau tilboð sem gefa honum fleiri punkta. 

Hefur ekki reynslu af íslensku flugfélögunum

Í fyrra ákvað þessi 25 ára Bandaríkjamaður að segja upp íbúðinni sinni í Seattle og taka næstu vél frá Tacoma flugvelli. Ári siðar er hann ennþá á ferðinni og sér enga ástæðu til að finna sér nýja íbúð enda fer ljómandi vel um hann á fyrsta farrými þar sem hann nýtir meðal annars tímann til að skrifa blogg um hvernig megi safna punktum á einfaldastan hátt. Schlappig skrifar einnig um flugferðirnar og gefur flugfélögum, flugvöllum og hótelum dóma. Ennþá hefur Schlappig ekki flogið með íslensku flugfélögunum og hefur engin góð ráð um hvernig megi safna vildarpunktum Icelandair fljótt og auðveldlega.
Nýverið birti tímaritið Rolling Stone áhugavert viðtal við þennan sérstaka flugkappa og hér fyrir neðan má sjá viðtal við Schlappig.

Nýtt efni

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …