Gætu styrkt flug til Egilsstaða og Akureyrar til fleiri ára

akureyri egilsstadir

Flugfélag sem ákveður að hefja millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaðar gæti fengið flugvallargjöld og markaðsstyrki til nokkurra ára. Stýrihópur um eflingu flugvallanna tveggja skilar skýrslu í september. Flugfélag sem ákveður að hefja millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaðar gæti fengið flugvallargjöld og markaðsstyrki til nokkurra ára. Stýrihópur um eflingu flugvallanna tveggja skilar skýrslu í september.
Það er svigrúm hjá hinu opinbera til að styrkja millilandaflug frá landsbyggðinni að mati Matthíasar Imsland, formanns stýrihóps sem kannar möguleika á eflingu flugsamgangna frá Akureyri og Egilsstöðum. Stuðningurinn gæti verið í formi niðurfellingar á flugvallargjöldum og markaðsstyrkja til nokkurra ára segir Matthías í samtali við Túrista. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag gætu tekjur ríkisins af samtals fjórum ferðum í viku til Egilsstaða og Akureyrar orðið um 1,3 milljarðar króna árlega. Í frétt blaðsins segir jafnframt að ríkið gæti liðkað fyrir flugi til þessara staða með styrkjum til tveggja ára en líkt og áður segir þá útilokar Matthías ekki stuðning til lengri tíma. Ekki er þó ljóst í dag hvernig þessum málum verður háttað og hvort gerð verði krafa um að flugfélög bjóði upp á heilsársflug eða aðeins tímabundið en von er á skýrslu stýrihópsins í september nk.

Iceland Express fékk lítinn stuðning

Í dag takmarkast millilandaflug frá Akureyri og Egilsstöðum við nokkur leiguflug á ári auk Grænlandsferða. Icelandair og WOW air hafa til að mynda ekki séð sér hag í því að fljúga þaðan til útlanda en Icelandair flýgur hins vegar frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar yfir sumartímann. Iceland Express gerði hins vegar tilraunir til að halda úti millilandaflugi frá Akureyri í forstjóratíð Matthíasar Imsland en því var svo hætt. Að sögn Matthíasar fékk Iceland Express mjög lítinn stuðning á þeim tíma en hann segir að nú sé viðhorf opinberra aðila og ferðaþjónustunnar annað.