Helmingi færri seinkanir á Keflavíkurflugvelli

flugtak 860

Sunnudaginn 5. júlí urðu tafir á nærri sex af hverjum tíu brottförum frá Keflavíkurflugvelli í gær var staðan mun betri. Sunnudaginn 5. júlí urðu tafir á nærri sex af hverjum tíu brottförum frá Keflavíkurflugvelli í gær var staðan mun betri.
Það mynduðust mjög langar raðir við innritunarborð og vopnaleit Keflavíkurflugvallar síðasta sunnudag líkt og Túristi greindi frá. Í kjölfarið hvöttu stjórnendur Isavia farþega til að mæta allt að þremur tímum fyrir brottför til að minnka líkurnar á að samskonar ástand myndi skapist á ný. Eins hefur starfsfólk Keflavíkurflugvallar unnið að úrbótum.

16 ferðir töfðust

Þetta átak er farið að skilað árangri því í gær var mun minna um seinkanir en á sama degi vikuna á undan samkvæmt talningu Túrista. Í gær urðu tafir á sextán af 69 flugtökum eða tæplega fjórðungi en sunnudaginn fyrir viku seinkaði 41 af þeim 71 brottför sem var á dagskrá. Það jafngildir því að 58 prósent allra áætlunarferða þann daginn hafi tafist. Í útreikningunum er miðað við þá reglu í fluggeiranum að flugtök sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Erfitt að eiga við farþegaaukninguna

Ein helsta ástæða þess að seinkanir hafa verið tíðar á Keflavíkurflugvelli síðustu daga er sú að farþegum þar hefur fjölgað helmingi hraðar en gert var ráð fyrir samkvæmt frétt Mbl.is. Tafir á uppsetningu á nýjum búnaði við vopnaleit hægðu líka á afgreiðslunni og dæmi eru um að farþegar hafi þurft að bíða í allt að klukkutíma við öryggishliðin. Í flestum tilfellum hefur hámarksbiðin þó verið um hálftími að sögn talsmanns Isavia. Líkt og áður hefur komið fram skora forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar á farþega að mæta tímanlega í flug á næstunni og sérstaklega þeir sem eiga að fljúga út að morgni, seinnipartinn eða um miðnætti.