Áfram fjölgar Icelandair ferð­unum til Seattle

seattle 860

Fyrir sex árum síðan hóf Icelandair flug til fjöl­menn­ustu borg­ar­innar í norð­vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna og næsta sumar verða ferð­irnar 11 í viku. Fyrir sex árum síðan hóf Icelandair flug til fjöl­menn­ustu borg­ar­innar í norð­vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna og næsta sumar verða ferð­irnar 11 í viku. Stærsta flug­félag Norð­ur­landa gafst hins vegar upp á flugi til borg­ar­innar.
Í febrúar árið 2009 tilkynnti SAS að áætl­un­ar­flug félagsins til Seattle yrði lagt niður þá um sumarið og þar með bundinn endi á 42 ára veru skandi­nav­íska flug­fé­lagsins í borg­inni. Fimm vikum síðar, í lok mars, hóf Icelandair sölu á farmiðum til Seattle en þá voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir frá íslenska efna­hags­hruninu og óvissa ríkti um fjár­hags­legan styrk og eign­ar­hald Icelandair. Bágborin fjár­hags­staða SAS var einmitt sögð helsta ástæðan fyrir því að félagið lagði niður flug­leiðina til Seattle skömmu áður. Stjórn­endur Icelandair hafa því teflt djarft þegar ákvöðun var tekin um að fylla skarð SAS í Seattle á þessum tíma­punkti.

Umsvifa­mikið á litlu svæði

Jómfrú­ar­ferð Icelandair til Seattle var farin fjórum mánuðum eftir að sala á sætum hófst og til að byrja með var boðið upp á fjögur flug í viku. Ferð­unum hefur fjölgað jafnt og þétt og nú í sumar eru þær t.a.m. tvöfalt fleiri. Í byrjun þessa mánaðar var svo tilkynnt að næsta sumar myndu vélar Icelandair fljúga viku­lega ellefu ferðir frá Keflavík til Seattle. Til saman­burðar má nefna að SAS flaug aðeins sex ferðir í viku til Seattle þegar mest lét. Það er því ljóst að stjórn­endur Icelandair hafa veðjað á réttan hest á sínum tíma og þeir sjá greini­lega frekari sókn­ar­færi á svæðinu því síðast­liðið rúmt ár hefur Icelandair einnig bætt nágranna­borg­unum Port­land og Vancouver við leiða­kerfi sitt. Næsta sumar stefnir til að mynda í að vélar félagsins fljúgi samtals 16 ferðir í viku til borg­anna þriggja. Reyndar mætti segja að Edmonton, einn áfanga­staða Icelandair í Kanada, teljist einnig til þessa hluta álfunnar en þangað flýgur Icelandair allt að fimm sinnum í viku.
Þess má geta að nú í vor íhuguðu forsvars­menn SAS að taka upp þráðinn og hefja flug á ný til Seattle en samkvæmt nýjustu fréttum hafa þeir ákveðið að einbeita sér að öðrum áfanga­stöðum og er talið íklegt að Boston verði einn þeirra. Þar með yrðu Icelandair og WOW air ekki lengur einu norrænu flug­fé­lögin þar í borg.
TENGDAR GREINAR: Vegvísir SeattleÍ borg þeirra hugmynda­ríkuSoltinn í Seattle