Íslensku flugfélögin langstærst á Keflavíkurflugvelli

fle 860

Þó umsvif erlendra flugfélaga aukist hér á landi ár frá ári þá er stóðu Icelandair og WOW air ennþá undir bróðurparti alls millilandaflugs héðan í síðasta mánuði. Þó umsvif erlendra flugfélaga aukist hér á landi ár frá ári þá er stóðu Icelandair og WOW air ennþá undir bróðurparti alls millilandaflugs héðan í síðasta mánuði.
Í júní síðastliðnum var boðið upp á fimmtungi fleiri áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að mörg þeirra erlendu flugfélaga sem hingað fljúga hafa fjölgað ferðum sínum og eins hafa bæst við ný félög. Þrátt fyrir þessa aukningu útlendu flugfélaganna þá standa Icelandair og WOW air áfram undir átta af hverjum tíu brottförum frá Keflavík.
Hlutfallið er nær óbreytt frá júnímánuði í fyrra eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.
Primera Air, sem eru í eigu íslenskra aðila, var fimmta umsvifamesta flugfélagið í síðasta mánuði en skýringin á auknum umsvifum fyrirtækisins er sú að nú selur Primera Air miða í allar sínar ferðir í stað þess að einbeita sér aðeins að leiguflugi. En í úttekt Túrista er aðeins litið til áætlunarferða en ekki leiguflugs fyrir ferðaskrifstofur.