Jól eða áramót í Barcelona?

barcelona jol

Í lok desember verða í boði örfáar áætlunarferðir til höfuðborgar Katalóníu og hægt er að komast báðar leiðir á rétt innan við 40 þúsund krónur. Í lok desember verða í boði örfáar áætlunarferðir til höfuðborgar Katalóníu og hægt er að komast báðar leiðir á rétt innan við 40 þúsund krónur. 
Einn helsti kosturinn við að dvelja í útlöndum í desember er kannski sá að fá smá hvíld frá öllum íslensku jólasmellunum og sleppa erilinn síðustu dagana fyrir jól þegar allir eru á ferðinni og raðirnar langar við alla búðakassa. Þeir sem geta hugsað sér að taka því rólega í Barcelona í kringum jól og áramót geta í dag bókað far þangað með spænska lággjaldaflugfélaginu Vueling. Yfir veturinn liggja flugsamgöngur milli höfuðstaðar Katalóníu og Keflavíkur annars niðri. 

Ódýrara í kringum áramót

Vueling er með á boðstólum þrjár ferðir héðan í lok árs, laugardagana 20. og 27. desember og 3. janúar. Í öllum tilvikum leggja vélarnar í hann skömmu eftir miðnætti og lent er á Spáni í morgunsárið. Heimferðirnar eru seinni part dags á annan í jólum og 2. janúar. Þeir sem bóka í dag jólaferð frá 20. til 26. desember borgar rétt um 50 þúsund fyrir flugið til Barcelona en við það bætast svo farangursgjöld. Áramótaflugið er á 39 þúsund á heimasíðu Vueling.

Íbúð eða gott hótel?

Í Barcelona er urmull af orlofsíbúðum og Airbnb er með margt í boði um alla borg. Þeir sem vilja hins vegar heldur búa á góðu hóteli yfir hátíðirnar geta til að mynda fengið herbergi á 50 þúsund krónur á Mercer hótelinu sem er í efsta sæti hjá Tripadivsor í Barcelona. Í sjötta sæti á lista Tripadvisor er  Primera Primero og þar er nóttin helmingi ódýrari. Hér má svo gera verðsamanburð á hótelum í Barcelona.