Kaffi er ekki bara kaffi og það vita þeir sem reka þessi fallegu kaffihús í miðborg nýjasta áfangastaðar Icelandair í Bandaríkjunum. Kaffi er ekki bara kaffi og það vita þeir sem reka þessi fallegu kaffihús í miðborg nýjasta áfangastaðar Icelandair í Bandaríkjunum.
Heimsókn á Starbucks kryddar ferðalagið ekki á neinn hátt. Öll útibú fyrirtækisins eru nefnilega keimlík, kaffið er miðlungs og kökurnar koma þurrar úr verksmiðjunni. Því miður er varla þverfótandi fyrir útibúum kaffirisans í sumum borgum vestanhafs en svo er ekki í Portland. Ástæðan er líklega sú að Portlandbúar eru þekktir fyrir að vera vandfýsnir og það er líklega grunnurinn að hinu rómaða veitingahúsalífi borgarinnar. Meira að segja íbúar Manhattan flykkjast til Portland til að gera vel við sig í mat og drykk enda sýna tölur ferðamálaráðs borgarinnar að stór hluti innlendra ferðamanna í borginni koma frá Manhattan og nágrenni.
Þeir sem velja sér hótel í miðborg Portland og vilja fá gott kaffi í bollann sinn eru í góðum málum á báðum kaffihúsum Heart Coffee Roasters og eins á þeim fjórum stöðum sem kenndir eru við Barista. Hjá báðum aðilum er ekki bara lagður mikill metnaður í kaffið heldur líka meðlætið og ekki síður útlitið. Og það eina sem kaffihúsin eiga sameiginlegt með Starbucks er verðlagið.
Icelandair hóf nýverið að fljúga til Portland í Oregon fylki.
Almennilegt kaffi í miðborg Portland
