Komusalur Keflavíkurflugvallar tilbúinn undir lok sumars

fle 860

Það er ekki laust við að farþegar ruglist í rýminu þegar hurðin við tollhliðið lokast á eftir þeim við komuna til landsins og þeir standa allt í einu á þéttskipuðu vinnusvæði.
Það er ekki laust við að farþegar ruglist í rýminu þegar hurðin við tollhliðið lokast á eftir þeim við komuna til landsins og þeir standa allt í einu á þéttskipuðu vinnusvæði.
Það er margt um manninn í komusal Keflavíkurflugvallar á háannatímum og ekki einfalt að átta sig á hvert skal halda til að komast út úr húsinu, kaupa miða í rútu eða finna móttökunefndina. Sérstaklega skal þetta vera ruglingslegt fyrir erlenda ferðamenn sem eru að koma hingað í fyrsta skipti.

Tafir hjá verktaka

Upphaflega stóð til að ljúka framkvæmdum í þessum hluta flugstöðvarinnar áður en aðalferðamannatímabilið hófst en samkvæmt upplýsingum frá Isavia verður verkið ekki klárað fyrr en seinni hluta ágústmánaðar. Þessi dráttur á verklokum skrifast á miklar tafir hjá verktakanum sem sinnir framkvæmdunum.
Í vikunni verður verslun 10-11 í komusalnum færð og um leið verður rýmra um sölubása og farþega á svæðinu. 

Hvetja farþega til að koma fyrr

Eins og áður hefur komið fram þá hafa myndast langar raðir við innritun og vopnaleitina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar. Þó ástandið hafi batnað töluvert og mun færri ferðum hafi verið seinkað þá eru farþegar áfram beðnir um að koma tímanlega í flug. Sérstaklega þeir sem eiga að fljúga út að morgni, seinnipartinn eða um miðnætti.