Samfélagsmiðlar

Massatúrismi af verstu gerð í höfuðborginni

clive turisti is

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttir af ferðalöngum í ógöngum, skorti á aðstöðu við ferðamannastaði og ráðaleysi ráðamanna í málaflokknum hafa verið mjög áberandi síðustu misseri. Á sama tíma fjölgar túristum hér svo hratt að fá dæmi erum um annað eins í veröldinni. Ferðaskrifstofan Discover the World hefur lengi verið í fararbroddi í skipulagningu Íslandsferða frá Bretlandi og á næsta ári áforma stjórnendur hennar að bjóða upp á áætlunarflug frá London til Egilsstaða, fyrst fyrirtækja, líkt og Túristi greindi frá. Clive Stacey er eigandi Discover the World og Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um vanda ferðaþjónustunnar í dag. 

Eru of margir ferðamenn í höfuðborginni?
Vandamálið við Reykjavík, í sambandi við breska túrista, er það að margir þeirra eru afvegaleiddir af ferðaskrifstofum og flugfélögum sem fókusa á að fá eins marga til að bóka hjá sér og hægt er. Verðið er þá aðal aðdráttaraflið. Þessi fyrirtæki fela sig á bakvið vefsíðu og veita oft takmarkaðar upplýsingar. Viðskiptavinir þeirra hafa því mjög litla hugmynd um hvað er hægt að upplifa á Íslandi og sjá því aðeins lítinn hluta. Yfir vetrartímann koma margir sem hafa keypt pakkaferðir sem byggja á dvöl í Reykjavík og heldur fólkið að það sé komið á góðan stað til að upplifa norðurljós og íslenska nátttúru. Þeim er svo smalað upp í rútur og farið er með þau út fyrir borgina þar sem þau eiga oft litla möguleika á að upplifa það markverðasta á Íslandi. Þetta er massatúrismi af verstu gerð.
Ísland ætti heldur að reyna að laða til sín gesti sem eru að leita eftir ósvikinni upplifun og eyða meiru. Við hjá Discover the World kynnum til að mynda aðeins norðurljósaferðir út í náttúruna, fjarri ljósmenguninni, og reynum að sýna eins stóran hluta af fjölbreyttri náttúru Íslands og hægt er.
Hefurðu áhyggjur af öðrum landshlutum?
Skortur á áætlunum um hvernig eigi að taka á þessum stóra hópi ferðamanna veldur mér helst áhyggjum. Málin eru mikið rædd en það er lítið um aðgerðir. Á meðan fjölgar gestunum árlega um tugi prósenta og það skapast raunveruleg hætta á falleg náttúrusvæði verði eyðilögð. Það er mikilvægt að hafa í huga að eitt helsta aðdráttarafl Íslands er möguleikinn á að upplifa stór opin svæði fjarri hópum ferðamanna og ennþá búast margir túristar á Íslandi við því að fá þessa upplifun.

Hvaða leiðir eru færar til bæða ástandið?
Ástæðan fyrir því að við vonumst til að geta hafið beint flug til Egilsstaða er sú að við viljum gefa viðskiptavinum okkar færi á að ferðast um ný svæði sem eru áhugaverð, falleg og sjaldnast þétt setin ferðamönnum. Við munum sérstaklega reyna að höfða til fólks sem hefur þegar ferðast um suðvesturhluta Íslands en vill fá ósvikna upplifun fjarri massatúrismanum. 
Telurðu að ferðamenn myndu dreifast betur um landið ef boðið yrði upp á innanlandsflug um Leifsstöð?
Ég tel ekki að það sé lykillinn að því að dreifa ferðamönnum betur. Bretar vilja fljúga beint á áfangastað þegar þeir fara í stutt frí eins og þau sem eru vinsæl yfir vetrarmánuðina.
Þú bjóst eitt sinn á Vestfjörðum. Væri hægt að gera meira til að laða ferðamenn að því svæði?
Ég bjó á Flateyri árin 1972 og 1973 og mér þykir mjög vænt um þetta svæði. Ég er ánægður að sjá hversu takmörkuð uppbygging ferðaþjónustunnar hefur verið á þessu svæði og vonandi ratar það ekki skyndilega inn á vinsældalista einhvers bloggara því innviðir kerfisins eru mjög takmarkaðir þar.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …