Samfélagsmiðlar

Massatúrismi af verstu gerð í höfuðborginni

clive turisti is

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttir af ferðalöngum í ógöngum, skorti á aðstöðu við ferðamannastaði og ráðaleysi ráðamanna í málaflokknum hafa verið mjög áberandi síðustu misseri. Á sama tíma fjölgar túristum hér svo hratt að fá dæmi erum um annað eins í veröldinni. Ferðaskrifstofan Discover the World hefur lengi verið í fararbroddi í skipulagningu Íslandsferða frá Bretlandi og á næsta ári áforma stjórnendur hennar að bjóða upp á áætlunarflug frá London til Egilsstaða, fyrst fyrirtækja, líkt og Túristi greindi frá. Clive Stacey er eigandi Discover the World og Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um vanda ferðaþjónustunnar í dag. 

Eru of margir ferðamenn í höfuðborginni?
Vandamálið við Reykjavík, í sambandi við breska túrista, er það að margir þeirra eru afvegaleiddir af ferðaskrifstofum og flugfélögum sem fókusa á að fá eins marga til að bóka hjá sér og hægt er. Verðið er þá aðal aðdráttaraflið. Þessi fyrirtæki fela sig á bakvið vefsíðu og veita oft takmarkaðar upplýsingar. Viðskiptavinir þeirra hafa því mjög litla hugmynd um hvað er hægt að upplifa á Íslandi og sjá því aðeins lítinn hluta. Yfir vetrartímann koma margir sem hafa keypt pakkaferðir sem byggja á dvöl í Reykjavík og heldur fólkið að það sé komið á góðan stað til að upplifa norðurljós og íslenska nátttúru. Þeim er svo smalað upp í rútur og farið er með þau út fyrir borgina þar sem þau eiga oft litla möguleika á að upplifa það markverðasta á Íslandi. Þetta er massatúrismi af verstu gerð.
Ísland ætti heldur að reyna að laða til sín gesti sem eru að leita eftir ósvikinni upplifun og eyða meiru. Við hjá Discover the World kynnum til að mynda aðeins norðurljósaferðir út í náttúruna, fjarri ljósmenguninni, og reynum að sýna eins stóran hluta af fjölbreyttri náttúru Íslands og hægt er.
Hefurðu áhyggjur af öðrum landshlutum?
Skortur á áætlunum um hvernig eigi að taka á þessum stóra hópi ferðamanna veldur mér helst áhyggjum. Málin eru mikið rædd en það er lítið um aðgerðir. Á meðan fjölgar gestunum árlega um tugi prósenta og það skapast raunveruleg hætta á falleg náttúrusvæði verði eyðilögð. Það er mikilvægt að hafa í huga að eitt helsta aðdráttarafl Íslands er möguleikinn á að upplifa stór opin svæði fjarri hópum ferðamanna og ennþá búast margir túristar á Íslandi við því að fá þessa upplifun.

Hvaða leiðir eru færar til bæða ástandið?
Ástæðan fyrir því að við vonumst til að geta hafið beint flug til Egilsstaða er sú að við viljum gefa viðskiptavinum okkar færi á að ferðast um ný svæði sem eru áhugaverð, falleg og sjaldnast þétt setin ferðamönnum. Við munum sérstaklega reyna að höfða til fólks sem hefur þegar ferðast um suðvesturhluta Íslands en vill fá ósvikna upplifun fjarri massatúrismanum. 
Telurðu að ferðamenn myndu dreifast betur um landið ef boðið yrði upp á innanlandsflug um Leifsstöð?
Ég tel ekki að það sé lykillinn að því að dreifa ferðamönnum betur. Bretar vilja fljúga beint á áfangastað þegar þeir fara í stutt frí eins og þau sem eru vinsæl yfir vetrarmánuðina.
Þú bjóst eitt sinn á Vestfjörðum. Væri hægt að gera meira til að laða ferðamenn að því svæði?
Ég bjó á Flateyri árin 1972 og 1973 og mér þykir mjög vænt um þetta svæði. Ég er ánægður að sjá hversu takmörkuð uppbygging ferðaþjónustunnar hefur verið á þessu svæði og vonandi ratar það ekki skyndilega inn á vinsældalista einhvers bloggara því innviðir kerfisins eru mjög takmarkaðir þar.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …