Samfélagsmiðlar

Massatúrismi af verstu gerð í höfuðborginni

clive turisti is

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttir af ferðalöngum í ógöngum, skorti á aðstöðu við ferðamannastaði og ráðaleysi ráðamanna í málaflokknum hafa verið mjög áberandi síðustu misseri. Á sama tíma fjölgar túristum hér svo hratt að fá dæmi erum um annað eins í veröldinni. Ferðaskrifstofan Discover the World hefur lengi verið í fararbroddi í skipulagningu Íslandsferða frá Bretlandi og á næsta ári áforma stjórnendur hennar að bjóða upp á áætlunarflug frá London til Egilsstaða, fyrst fyrirtækja, líkt og Túristi greindi frá. Clive Stacey er eigandi Discover the World og Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um vanda ferðaþjónustunnar í dag. 

Eru of margir ferðamenn í höfuðborginni?
Vandamálið við Reykjavík, í sambandi við breska túrista, er það að margir þeirra eru afvegaleiddir af ferðaskrifstofum og flugfélögum sem fókusa á að fá eins marga til að bóka hjá sér og hægt er. Verðið er þá aðal aðdráttaraflið. Þessi fyrirtæki fela sig á bakvið vefsíðu og veita oft takmarkaðar upplýsingar. Viðskiptavinir þeirra hafa því mjög litla hugmynd um hvað er hægt að upplifa á Íslandi og sjá því aðeins lítinn hluta. Yfir vetrartímann koma margir sem hafa keypt pakkaferðir sem byggja á dvöl í Reykjavík og heldur fólkið að það sé komið á góðan stað til að upplifa norðurljós og íslenska nátttúru. Þeim er svo smalað upp í rútur og farið er með þau út fyrir borgina þar sem þau eiga oft litla möguleika á að upplifa það markverðasta á Íslandi. Þetta er massatúrismi af verstu gerð.
Ísland ætti heldur að reyna að laða til sín gesti sem eru að leita eftir ósvikinni upplifun og eyða meiru. Við hjá Discover the World kynnum til að mynda aðeins norðurljósaferðir út í náttúruna, fjarri ljósmenguninni, og reynum að sýna eins stóran hluta af fjölbreyttri náttúru Íslands og hægt er.
Hefurðu áhyggjur af öðrum landshlutum?
Skortur á áætlunum um hvernig eigi að taka á þessum stóra hópi ferðamanna veldur mér helst áhyggjum. Málin eru mikið rædd en það er lítið um aðgerðir. Á meðan fjölgar gestunum árlega um tugi prósenta og það skapast raunveruleg hætta á falleg náttúrusvæði verði eyðilögð. Það er mikilvægt að hafa í huga að eitt helsta aðdráttarafl Íslands er möguleikinn á að upplifa stór opin svæði fjarri hópum ferðamanna og ennþá búast margir túristar á Íslandi við því að fá þessa upplifun.

Hvaða leiðir eru færar til bæða ástandið?
Ástæðan fyrir því að við vonumst til að geta hafið beint flug til Egilsstaða er sú að við viljum gefa viðskiptavinum okkar færi á að ferðast um ný svæði sem eru áhugaverð, falleg og sjaldnast þétt setin ferðamönnum. Við munum sérstaklega reyna að höfða til fólks sem hefur þegar ferðast um suðvesturhluta Íslands en vill fá ósvikna upplifun fjarri massatúrismanum. 
Telurðu að ferðamenn myndu dreifast betur um landið ef boðið yrði upp á innanlandsflug um Leifsstöð?
Ég tel ekki að það sé lykillinn að því að dreifa ferðamönnum betur. Bretar vilja fljúga beint á áfangastað þegar þeir fara í stutt frí eins og þau sem eru vinsæl yfir vetrarmánuðina.
Þú bjóst eitt sinn á Vestfjörðum. Væri hægt að gera meira til að laða ferðamenn að því svæði?
Ég bjó á Flateyri árin 1972 og 1973 og mér þykir mjög vænt um þetta svæði. Ég er ánægður að sjá hversu takmörkuð uppbygging ferðaþjónustunnar hefur verið á þessu svæði og vonandi ratar það ekki skyndilega inn á vinsældalista einhvers bloggara því innviðir kerfisins eru mjög takmarkaðir þar.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …