Meira S-Ameríkuflug frá Orlandó

orlando skilti 860

Í lok sumar flytur Icelandair heimavöll sinn í Flórída og þar með fjölgar valkostunum fyrir þá sem vilja komast suður á bóginn. Í lok sumar flytur Icelandair heimavöll sinn í Flórída og þar með fjölgar valkostunum fyrir þá sem vilja komast suður á bóginn.
Farþegar hér á landi sem setja stefnuna á Suður-Ameríku komast þangað með því að millilenda í Bandaríkjunum eða jafnvel fljúga fyrst í austur og þaðan yfir hafið. Brátt verður millilending í Orlandó fýsilegri kostur því í september flytur Icelandair starfsemi sína þar í borg frá Sanford flugvelli yfir á Orlando International. Sá nýi er mun stærri en flughöfnin í Sanford og þaðan er flogið til fjölmargra áfangastaða sunnan við Bandaríkin.

Brasilíumenn bera uppi flugið

Innan skamms ætlar brasilíska flugfélagið TAM að auka umsvif sín í Orlandó og hefja áætlunarflug frá höfuðborginni Brasilia en félagið flýgur í dag til Flórída frá Sao Paolo. Haft er eftir talsmanni TAM á ferðasíðunni Skift að 7 af hverju tíu farþegum sem nýti sér flugið til Flórída séu Brasilíubúar. Lima í Perú bætist einnig bráðlega við leiðakerfi Orlando International.