Farið til New York lækkar um fjórðung milli mánaða

newyork yfir

Þeir sem bóka í dag farmiða héðan með Delta til New York komast á áfangastað fyrir tæpar 55 þúsund krónur. Félagið býður líka ódýr tengiflug til Boston, Orlando og vesturstrandarinnar. Þeir sem bóka í dag farmiða héðan með Delta til New York komast á áfangastað fyrir tæpar 55 þúsund krónur. Félagið býður líka ódýr tengiflug til Boston, Orlando og vesturstrandarinnar.
Í júní síðastliðnum kostuðu ódýrustu farmiðarnir með Delta til New York í september 71.245 krónur samkvæmt athugun Túrista. Í dag eru lægstu fargjöldin komin niður í 54.205 krónur og er hægt að finna það verð á fjölda mörgum dagsetningum. Ódýrustu farmiðarnir hjá bandaríska félaginu hafa því lækkað um 24 prósent milli mánaða. Til samanburðar má nefna að ódýrasta farið með Icelandair til New York í september rúmar 80 þúsund krónur.

Til Boston fyrir 740 krónur aukalega

Frá JFK flugvelli í New York flýgur Delta áfram til fjölda áfangastaða í N-Ameríku og þeir sem nýta sér Íslandsflug félagsins komast því áfram innan álfunnar með félaginu á einum miða og eru á ábyrgð flugfélagsins ef seinkanir verða. Í dag er hægt að finna töluvert úrval af flugmiðum með Delta frá Keflavík til Boston, með millilendingu í New York, á 54.965 kr. Hjá Icelandair eru ódýrustu miðarnir til Boston á tæpar 69 þúsund krónur í september og sá sem flýgur með WOW og innritar farangur borgar að lágmarki um 63 þúsund krónur. hjá íslensku félögunum takmarkst úrvalið af þessum ódýrum miðum við nokkrar dagsetningar á meðan þær eru mun fleiri hjá Delda. Bandaríska félagið býður einnig oftast betur en þau íslensku til Washington og ef stefnan er tekin á Orlando í september þá er hægt að komast þangað á tæpar 70 þúsund krónur með Delta sem er um 20 þúsund krónum minna en lægstu fargjöld Icelandair til Flórída kosta.

Vesturströndin fyrir minna

Það er ekki flogið beint héðan til stórborganna Los Angeles og San Francisco og farið þangað kostar alla jafna að lágmarki hundrað þúsund krónur. Hjá Delta er hins vegar hægt að fá miða þangað í september á 95 þúsund krónur en miðinn til Honalulu kostar alla vega 131 þúsund. Fyrir sömu upphæð er líka hægt að komast til Ríó í Brasilíu með Delta.