Samfélagsmiðlar

Farið til New York lækkar um fjórðung milli mánaða

newyork yfir

Þeir sem bóka í dag farmiða héðan með Delta til New York komast á áfangastað fyrir tæpar 55 þúsund krónur. Félagið býður líka ódýr tengiflug til Boston, Orlando og vesturstrandarinnar. Þeir sem bóka í dag farmiða héðan með Delta til New York komast á áfangastað fyrir tæpar 55 þúsund krónur. Félagið býður líka ódýr tengiflug til Boston, Orlando og vesturstrandarinnar.
Í júní síðastliðnum kostuðu ódýrustu farmiðarnir með Delta til New York í september 71.245 krónur samkvæmt athugun Túrista. Í dag eru lægstu fargjöldin komin niður í 54.205 krónur og er hægt að finna það verð á fjölda mörgum dagsetningum. Ódýrustu farmiðarnir hjá bandaríska félaginu hafa því lækkað um 24 prósent milli mánaða. Til samanburðar má nefna að ódýrasta farið með Icelandair til New York í september rúmar 80 þúsund krónur.

Til Boston fyrir 740 krónur aukalega

Frá JFK flugvelli í New York flýgur Delta áfram til fjölda áfangastaða í N-Ameríku og þeir sem nýta sér Íslandsflug félagsins komast því áfram innan álfunnar með félaginu á einum miða og eru á ábyrgð flugfélagsins ef seinkanir verða. Í dag er hægt að finna töluvert úrval af flugmiðum með Delta frá Keflavík til Boston, með millilendingu í New York, á 54.965 kr. Hjá Icelandair eru ódýrustu miðarnir til Boston á tæpar 69 þúsund krónur í september og sá sem flýgur með WOW og innritar farangur borgar að lágmarki um 63 þúsund krónur. hjá íslensku félögunum takmarkst úrvalið af þessum ódýrum miðum við nokkrar dagsetningar á meðan þær eru mun fleiri hjá Delda. Bandaríska félagið býður einnig oftast betur en þau íslensku til Washington og ef stefnan er tekin á Orlando í september þá er hægt að komast þangað á tæpar 70 þúsund krónur með Delta sem er um 20 þúsund krónum minna en lægstu fargjöld Icelandair til Flórída kosta.

Vesturströndin fyrir minna

Það er ekki flogið beint héðan til stórborganna Los Angeles og San Francisco og farið þangað kostar alla jafna að lágmarki hundrað þúsund krónur. Hjá Delta er hins vegar hægt að fá miða þangað í september á 95 þúsund krónur en miðinn til Honalulu kostar alla vega 131 þúsund. Fyrir sömu upphæð er líka hægt að komast til Ríó í Brasilíu með Delta.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Öll þau nándarhöft sem lögð voru á íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 verða afnumin þegar ólympíuleikarnir í París hefjast í sumar. Í Tókýó var farið fram á það við afreksfólkið sem tók þátt í leikunum að það forðaðist alla óþarfa nánd og snertingu til að koma í veg fyrir Covid-smit.  Ólympíuleikarnir og Ólympíumót …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …