Það eru ekki miklar sveiflur í farmiðaverðinu til Kaupmannahafnar, London og Óslóar í byrjun ágúst og október. Það eru ekki miklar sveiflur í farmiðaverðinu til Kaupmannahafnar, London og Óslóar í byrjun ágúst og október. Hér má sjá með hvaða flugfélagi farið kostar minnst.
Ef ferðinni er heitið til höfuðborga Bretlands, Danmerkur eða Noregs á næstu mánuðum þá er líklegt að miðarnir í dag kosti næstum það sama og þeir gerðu í fyrra. Síðustu ár hefur Túristi fylgst mánaðarlega með verðþróun fargjalda til þessara borga miðað við að pantað sé fjórum eða tólf vikum fyrir brottför og eins og sjá má hér fyrir neðan eru sveiflurnar síðustu tvö ár litlar. Það er helst að þeir sem ætla til Óslóar í haust komist þangað fyrir mun minna en í fyrra með norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian sem býður farið til Óslóar á undir 20 þúsund.
Ódýrustu farmiðarnir til London, Óslóar og Kaupmannahafnar
