Madonna frekar en Austurríki í vetur

skidalyfta

Úrval-Útsýn býður nú upp á skíðaferðir í ítölsku Alpanna í fyrsta skipti í mörg ár og gerir hlé á ferðum á svæðin í austurríska hluta fjallgarðsins. Úrval-Útsýn býður nú upp á skíðaferðir í ítölsku Alpanna í fyrsta skipti í mörg ár og gerir hlé á ferðum á svæðin í austurríska hluta fjallgarðsins.
Þó enn sé nóg eftir að sumrinu eru væntanlega ófáir farnir að huga að skíðaferðum til útlanda í vetur. Á heimasíðum ferðaskrifstofanna má nú þegar finna úrval af ferðum á þau svæði sem Íslendingar hafa vanið komur sínar á síðustu ár bæði í Evrópu og N-Ameríku.

Mikil eftirspurn eftir Madonna

Í vetur bregður hins vegar svo til að Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur m.a. Úrval-Útsýn, hefur ekki lengur á boðstólum ferðir til Austurríkis. Þess í stað eru komnar reisur til Madonna di Campiglio og er það í fyrsta skipti í fimm ár sem þetta velþekkta ítalska skíðasvæði er á vetrardagskrá Úrval-Útsýnar. Að sögn Klöru Vigfúsdóttur, forstöðumanns Úrval-Útsýnar, var Madonna di Campiglio einn vinsælasti skíðaáfangastaður ferðaskrifstofunnar í fjölda mörg ár og vegna mikillar eftirspurnar hafi verið ákveðið að bjóða upp á hann á ný. Klara segir að ekki verði boðið upp á skíðaferðir til annarra staða í vetur en útilokar ekki meira úrval á næsta ári.

Austurríki, Ítalía og Colorado

Sem fyrr eru Madoanna di Campiglio og önnur ítölsk skíðasvæði einnig í boði hjá Vita en ferðaskrifstofan býður líka upp á ferðir til Austurríkis. Þangað fara einnig viðskiptavinir Heimsferða á meðan GB-ferðir leggja meginárherslu á skíðaferðir til Colorado í Bandaríkjunum.