Sennilega ódýrasta „skíðaflug“ vetrarins

engelberg

Ertu að leita að flugmiði til Alpanna á innan við 20 þúsund í febrúar og mars? Það er töluvert úrval af þess háttar en reyndar til flugvallar sem er í nágrenni við skíðasvæði sem eru í dýrari kantinum. Ertu að leita að flugmiði til Alpanna á innan við 20 þúsund í febrúar og mars? Það er töluvert úrval af þess háttar en reyndar til flugvallar sem er í nágrenni við skíðasvæði sem eru í dýrari kantinum.
Allan síðasta vetur flaug easyJet hingað reglulega frá Genf og Basel í Sviss. Nú hefur breska lággjaldaflugfélagið hins vegar dregið verulega úr ferðum héðan til borganna tveggja því í lok október leggjast þessar flugleiðir í dvala og ekki verður flogið til Gefnar á ný fyrr en í vor. Þetta eru óheppilegar breytingar fyrir íslenska skíðaáhugamenn því Genf er mjög vel staðsett fyrir þá sem vilja renna sér á svissneskum og frönskum skíðasvæðum. Flugið til Basel verður hins vegar aftur á boðstólum í febrúar á næsta ári og þó borgin liggi nokkuð fjær góðum skíðastöðum þá gætu fargjöldin þangað ýtt undir áhugann á að hefja skíðaferð vetrarins í Basel. Samkvæmt athugun Túrista er hægt að komast til Basel og heim aftur fyrir 15 til 18 þúsund krónur (100 til 120 evrur) á fjöldamörgum dagsetningum í febrúar og fram í miðjan mars.

Dýrt að taka skíðin með

Farið hækkar hins vegar um 12 þúsund krónur ef skíði eru tekin með og borga þarf um 7.500 krónur fyrir innritaða tösku. Svo á líka eftir að taka með í reikninginn að svissnesk skíðasvæði eru oftar en ekki dýrari en þau frönsku, austurrísku og ítölsku. 

Heppilegustu flugtímarnir yfir helgi

easyJet flýgur frá Keflavík á þriðjudagseftirmiðdögum og föstudagsmorgnum og aftur til Íslands þessa sömu daga. Flugtímarnir yfir helgina henta mun betur fyrir Íslendinga á leið á skíði því þeir sem fara út árla föstudags eru komnir á skíðasvæðin um kvöldmatarleytið og ná þremur heilum skíðadögum fyrir heimferð. Svo heppilega vill til að það skíðasvæði sem liggur einna næst Basel er Engelberg sem nýtur vinsælda hjá skandinavískum skíðagörpum. Það tekur tæpa tvo tíma að fara með lest frá Basel til Engelberg og þar kostar þriggja daga lyftupassi um 23 þúsund krónur. Lestin er um þrjá tíma á leiðinni til Wengen og Grindelwal. 
Þeir sem eru að spá í að nýta sér þetta ódýra fargjald easyJet geta hér gert verðsamanburð á gistingunni í Engelberg og annars staðar í Sviss.