Skyndibitaeyja í Stokkhólmi

matholmen

Allar helgar fram í lok september munu matarbílar taka yfir einn af hólmunum í Stokkhólmi. Íbúar hins konunglega höfuðstaðs Svíþjóðar eru solgnir skyndirétti eins og sést á röðunum við alla trukkana sem selja þess háttar mat út um alla borg. Allar helgar fram í lok september munu matarbílarnir taka yfir einn af hólmunum í Stokkhólmi.
Það hefur verið þrengt mjög að hinum klassíska pylsusala í höfuðborg Svíþjóðar því nú hafa vellyktandi trukkar nánast tekið yfir skyndibitamarkaðinn í borginni. Um borð í bílunum útbýr matreiðslufólk alls kyns smáréttir og taka má ofan fyrir þeim flestum fyrir frumleg efnistök. Vissulega eru hamborgarar og klassískar grísasamlokur algengar en inn á milli eru líka vagnar þar sem kokkarnir sérhæfa sig í framandi skyndiréttum frá nálægum og fjarlægum löndum.

Á hafnarbakkanum við Moderna safnið

Á virkum dögum eru vagnarnir á fjölförnum stöðum í borginni en helgar er þeim oft parkerað við flóamarkaði og við íþróttaleikvanga. Næstu helgar má hins vegar finna marga þeirra á svæði merku Matholmen á Skeppsholmen eyjunni sem er inn í miðjum Stokkhólmi. 
Túristi hefur gert sér ferð á þennan Matholmen markaðinn síðustu helgar og mælir hiklaust með að íslenskir ferðalangar í Stokkhólmi komi þar við. Sérstaklega ef veðrið er gott því þá myndast góð stemning á kajanum fyrir neðan Moderna safnið. Flestir aðalréttirnir eru á um 75 til 90 sænskar krónur (um 1200 til 1400 kr.) og er opið frá 11 til 17 laugardaga til sunnudag. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Matholmen.
TENGDAR GREINAR: VEGVÍSIR FYRIR STOKKHÓLM