Samfélagsmiðlar

Stóru bílaleigurnar lofa að bæta ráð sitt

vegur stor

Klögumál vegna bílaleiga eru orðin vandamál í huga forsvarsmanna neytendamála innan ESB. Umsvifamestu fyrirtækin á þessu sviði ætla að bæta ráð sitt. Klögumál vegna bílaleiga eru orðin vandamál í huga forsvarsmanna neytendamála innan ESB. Umsvifamestu fyrirtækin á þessu sviði ætla að bæta ráð sitt.
Allt að helmingur þeirra mála sem koma á borð Evrópsku neytendaaðstoðarinnar, ECC, hér á landi tengjast bílaleigum en það eru hins vegar ekki eingöngu túristar á Íslandi sem eru ósáttir við viðskipti við bílaleigurnar. Földi klögumála vegna bílaleiga hefur aukist það mikið að nú vilja forsvarsmenn ESB fara ofan í saumana á málaflokknum og rétta hlut leigutaka. Samkvæmt frétt Reuters hafa nokkur af stærstu bílaleigufyrirtækum álfunnar, Avis, Budget, Hertz, Enterprise, Europcar og Sixt, heitið því að vinna með ESB að úrbótum og ætla forráðamenn leiganna að skila tillögum að nýjum reglum varðandi tryggingar, bensín, tjón og verðlagningu fyrir áramót.
Hér fyrir neðan má finna ítarlegar ráðleggingar Neytendasamtakanna til þeirra sem ætla að leigja bíl

Góð ráð ECC og Neytendasamtakanna um viðskipti við bílaleigur

Fyrir pöntun:

  • Athugaðu vel hvað er innifalið í verðtilboði á bílaleigubílnum. Gættu sérstaklega að því hvort öll gjöld og skattar séu innifaldir. Þegar neytendur skoða hagstæðustu verðin á bílaleigubílum á netinu eru uppgefin verð oft miðuð við lágmarksupphæð án trygginga og aukabúnaðar.
  • Athugaðu hvað sá aukabúnaður (barnabílstólar o.s.frv.) sem þú þarft á að halda á meðan leigu stendur kostar.
  • Athugaðu vel hvernig eldsneytismálum er háttað hjá viðkomandi bílaleigu. Hjá sumum bílaleigum, sérstaklega erlendis, er gert ráð fyrir að leigutaki skili bílaleigubílnum án þess að fylla hann af eldsneyti. Leigutaki er þá í raun að tapa peningnum sem hann notar til að kaupa eldsneyti áður en hann skilar
  • Athugaðu hvaða skilmálar gilda um afpöntun. Það er fátt leiðinlegra en að lenda í því að óvæntar aðstæður leiði til þess að þú þurfir að fresta fríinu og þurfa að auki að greiða fyrir leigu á bílaleigubíl sem aldrei verður notaður.
  • Athugaðu allar takmarkanir á leigusamningnum. Stundum er sett hámark á kílómetrafjölda eða takmarkanir hvað varðar þau lönd sem heimilt er að ferðast til á bílaleigubíl.

Móttaka bílaleigubíls

  • Ef þú bókaðir bílaleigubílinn á netinu er ráðlegt að hafa meðferðis útprentun af bókuninni.
  • Þegar þú undirritar bílaleigusamning á staðnum skaltu ganga úr skugga um að skilmálar samningsins séu þeir sömu og á bókuninni sem þú hefur þegar gert. Mikilvægt er að fá afrit af samningnum og geyma hann ef eitthvað kemur uppá síðar.
  • Vertu viss um að þú skiljir hvað er innifalið í tryggingunum. Margar bílaleigur bjóða nú þeim sem leigja bíla hér á Íslandi að kaupa sérstaka sand- og öskutryggingu. Yfirleitt falla skemmdir á bifreiðum vegna sand- eða öskustorms ekki undir hinar hefðbundnu tryggingar. Því getur verið ráðlegt fyrir leigjanda að óska eftir slíkum tryggingum, séu þær í boði, ef ætla má að mikið sandfok geti orðið þar sem ætlunin er að aka.
  • Rétt er að kanna hvort þú ert með ferða- eða kortatryggingu sem taka sérstaklega á leigu á bílaleigubíl. Slíkar tryggingar geta gert aðrar tryggingar óþarfar og í sumum tilvikum getur það skemmt fyrir að taka sérstaka tryggingu hjá bílaleigunni þar sem þá falla korta- eða ferðatryggingar niður.
  • Spurðu hver sé stefna fyrirtækisins ef bíllinn bilar eða þú lendir í slysi á bílnum.
  • Skoðaðu bílinn með starfsmanni til að athuga hvort það séu einhverjar skemmdir á honum við móttöku. Séu skemmdir á bílnum skaltu gæta þess að þú fáir skriflega yfirlýsingu, undirritaða af starfsmanni, um að skemmdirnar hafi verið til staðar þegar þú leigðir bílinn.

Á meðan á leigu stendur

  • Athugaðu vel á hvernig eldsneyti bíllinn gengur fyrir. Ef sett er bensín á dieselbíl, eða diesel á bensínbíl eru miklar líkur á að bíllin skemmist.
  • Ef bíllinn bilar skaltu hafa samband við bílaleiguna strax og fylgja leiðbeiningum hennar. Ekki fara sjálfur með bílinn á verkstæði án samþykkis bílaleigunnar.
  • Ef þú lendir í slysi á bílnum þá skaltu rita niður nöfn og heimilisföng allra þeirra sem tengdust slysinu. Ef það verða slys á fólki, eða ágreiningur er um sök, þá skaltu hringja á lögregluna og hafa samband við bílaleiguna.

Við skil á bílaleigubíl

  • Reyndu að skila bílaleigubílnum á opnunartíma bílaleigunnar. Þá hefur þú möguleika á að vera viðstaddur skoðun á bílnum og andmælt ef því er haldið fram að þú hafir valdið skemmdum.
  • Starfsmaður bílaleigunnar ætti að gefa út yfirlýsingu um ástand bílaleigubílsins við skil. Bæði þú og starfsmaðurinn ættuð að undirrita hana. Ráðlegt er að geyma eintakið!
  • Ef þú þarf að skila bílaleigubíl utan opnunartíma bílaleigunnar þá skaltu gæta þess að leggja honum í rétt stæði. Einnig getur verið ráðlegt að taka myndir af ástandi bílsins, þá helst með dagsetningu og kílómetrastöðu, til að sanna að bílnum hafi verið skilað í góðu ásigkomulagi.

 

Nýtt efni

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …