Þúsundir erinda til utanríkisþjónustunnar frá íslenskum ferðalöngum

borgarathjonusta

Það eru ekki aðeins erlendir ferðamenn hér á landi sem lenda í ógöngum í fríinu. Það eru ekki aðeins erlendir ferðamenn hér á landi sem lenda í ógöngum í fríinu því daglega sinnir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins tugum mála frá Íslendingum í vanda erlendis.
Á síðasta ári bárust utanríkisþjónustunni um þrjátíu þúsund erindi frá íslenskum ríkisborgurum í útlöndum samkvæmt skýrslu utanríkisráðuneytisins. Af öllum þessum erindum voru 7.900 svokölluð almenn aðstoðarmál en undir þann flokk falla m.a. mál sem tengjast íslenskum ferðamönnum í vanda erlendis. Auk þess bárust 11.600 erindi vegna vegabréfavanda og voru þau að mestum hluta tengd Íslendingum á ferðalagi þar sem utanríkisráðuneytið hefur ekkert með útgáfu vegabréfa að gera á Íslandi. Hins vegar sinna sendiráðin þeirri þjónustu fyrir Íslendinga í útlöndum. 

Stór hluti starfseminnar snýst um þjónustu við Íslendinga

Þrjú af hverjum fjórum erindum sem berast borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins lenda á borði sendiskrifstofa Íslands í útlöndum en önnur mál tengjast aðalskrifstofu ráðuneytisins í Reykjavík. Í fyrrnefndri skýrslu utanríkisráðuneytisins segir að það sé mjög misjafnt eftir sendiráðum hve stórum hluta af tíma starfsmanna sé varið í þjónustu við einstaklinga. Hæst mun hlutfallið vera sendiráðunum í Kaupmannahöfn, Ósló og London og snýst starfsemi þessara sendiráða að miklu leyti um borgaraþjónustu að því segir í skýrslunni. 

Nær eingöngu íslenskir ferðamenn sem hringa

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins heldur út neyðarsíma sem er opinn allan sólarhringinn og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru það í langflestum tilfellum íslenskir ferðamenn sem nýta sér þá þjónustu. Bæði þeir sem búa hér á landi og líka útlöndum.