20 bestu bjórborgirnar í Bandaríkjunum

portland bjor

Vestanhafs eru bargestir líka farnir að fúlsa við ljósum pilsnerum og panta í staðinn bragðmikið öl. Hér eru þær bandarísku borgir þar sem úrvalið af af bjór þykir skara fram úr. Vestanhafs eru bargestir líka farnir að fúlsa við ljósum pilsnerum og panta í staðinn bragðmikið öl. Hér eru þær bandarísku borgir þar sem úrvalið af af bjór þykir skara fram úr.
Sú tíð er liðin að barir komist upp með að vera bara með karakterlausan Carlsberg eða Budweiser á krana. Nú gerir nefnilega þorri fólks kröfu um að bjórinn sé meira en svalandi og ekki skemmir fyrir ef hann sé „lókal“. Ef þú ert í þessum hópi þá eru þessar tuttugu borgir bestu áfangastaðirnir í Bandaríkjunum fyrir þig að mati skríbenta ferðaritsins Travel+Leisure.
Eins og sjá á á listanum hér fyrir neðan þá kemst heimsborgin New York ekki á blað og ekki heldur Los Angeles né San Francisco og höfuðborgin sjálf er líka fjarverandi. Hins vegar toppar Portland listann annað árið í röð en til borgarinnar hóf Icelandair að fljúga í vor. Þeir Portlandbúar sem fljúga með íslenska félaginu verða þó sennilega fyrir vonbrigðum með bjórinn um borð því þar er ennþá aðeins boðið upp á litlausan pilsner á meðan flugfélög eins og SAS hafa fengið Mikkeller til að blanda sérstakan bjór fyrir sig.

Bestu bjórborgirnar vestanhafs að mati Travel+Leisure:

  1. Portland, Oregon
  2. Kansas City
  3. Minneapolis
  4. Cleveland
  5. Houston
  6. Providence
  7. Louisville
  8. Austin
  9. Denver
  10. Atlanta
  11. Memphis
  12. Philadelphia
  13. Nashville
  14. Portland, Maine
  15. Seattle
  16. Boston
  17. Albuquerque
  18. San Diego
  19. Chicago
  20. Baltimore