5 umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli í júlí

fle 860

Tvö þúsund áætlunarferðir til 56 erlendra áfangastaða voru á boðstólum fyrir farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðasta mánuði. Tvö þúsund áætlunarferðir til 56 erlendra áfangastaða voru á boðstólum fyrir farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðasta mánuði.
Að jafnaði voru farin 65 áætlunarflug á dag frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði sem er níu ferðum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt talningum Túrista. Langflest flugfélögin bættu við ferðum milli ára en hlutfallslega var aukningin mest hjá easyJet (40%) og WOW air (35%). Icelandair stóð hins vegar undir mestri viðbótinni því vélar félagsins tóku 132 sinnum oftar á loft frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí en á sama tíma í fyrra. Hjá WOW fjölgaði ferðum um liðlega áttatíu og um þrjátíu hjá easyJet. Í heildina fjölgaði áætlunarferðum frá flugvellinum um 268 samkvæmt útreikningum Túrista. 

Yfirburðir íslensku félaganna

Þó ferðunum fjölgi og fleiri erlend félög bæti í Íslandsflugið þá er staða íslensku flugfélaganna áfram mjög sterk á Keflavíkurflugvelli því í átta af hverjum tíu tilfellum eru það þotur merktar Icelandair eða WOW air sem taka á loft frá flugvellinum. easyJet er í þriðja sæti en félagið var í byrjun árs næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli enda fjölgar félagið ferðum sínum mjög á þeim tíma en dregur úr fluginu hingað yfir hásumarið.

Vægi umsvifamestu flugfélaganna í brottförum talið

 
  Flugfélag Hlutdeild júlí 2015 Hlutdeild júlí 2014
1. Icelandair 62,6% 64,6%
2. WOW air 16,1% 13,8%
3. easyJet 4,2% 3,5%
4. Airberlin 3,6% 3,3%
5. SAS 2,4% 2,4%