Samfélagsmiðlar

Áframhaldandi breytingar innan WOW air

Birgir Jónsson sem verið hefur aðstoðarforstjóri flugfélagsins WOW air sl. 10 mánuði lætur af störfum hjá flugfélaginu á næstunni. Hann tók við sem ábyrgðamaður flugrekstrarleyfi WOW í vor þó hann væri ráðinn tímabundið.

wowair freyja

Í nóvember sl. var Birgir Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Express, ráðinn sem aðstoðarforstjóri WOW air. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að hann hefði sinnt ráðgjafavinnu fyrir fyrirtækið en tæki nú við starfi aðstoðarforstjóra. Ekki kom fram að ráðningin hafi verið tímabundin en samkvæmt tilkynningu sem WOW air sendi frá sér í morgun þá er árssamningi Birgis nú að ljúka og hann lætur því að störfum.

Líka framkvæmdastjóri flugrekstrar

Birgir hefur ekki aðeins verið aðstoðarforstjóri WOW heldur jafnframt framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air og ábyrgðamaður flugrekstrarleyfis félagsins. Við þeirri stöðu tók hann í vor þegar Björn Ingi Knútsson lét af störfum hjá WOW air. Birgir var s.s. gerður ábyrgðamaður flugrekstrarleyfisins þrátt fyrir að vera aðeins í tímabundinni stöðu hjá WOW air. Samkvæmt reglugerð þá má aðeins sá einstaklingur sinna stöðunni sem flugmálayfirvöld fallast á og sýnt er fram á að sá hafi umboð fyrirtækisins til að tryggja fjármagn til rekstrar og viðhalds eins og það er orðað reglugerð.

Sigurður Magnús Sigurðsson hefur nú verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air en hann starfaði áður hjá flugfélaginu Atlanta. Sigurður verður þar með þriðji ábyrgðamaður flugrekstrarleyfis WOW air í ár.

Túristi hefur frá því morgun reynt að ná tali af forstjóra og upplýsingafulltrúa WOW air til að fá brotthvarf Birgis staðfest. Félagið sendi svo frá sér fréttatilkynningu um ellefu leytið þar sem fram kom að Birgir myndi láta af störfum og Sigurður hefði verið ráðinn. Í framhaldi spurði Túristi forsvarsmenn WOW air nokkurra spurninga um þessar breytingar, t.d. hver taki við verkefnum aðstoðarforstjóra og hvort tíðar breytingar í stjórnendahópi WOW valdi áhyggjum. Engin svör hafa borist þrátt fyrir ítrekanir.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …