Í fyrsta skipti beint flug til Brussel yfir veturinn

brussel b

Síðustu sex sumur hefur Icelandair boðið upp á áætlunarferðir til höfuðborgar Belgíu og nú verður flugið þangað í boði allt árið um kring. Síðustu sex sumur hefur Icelandair boðið upp á áætlunarferðir til höfuðborgar Belgíu og nú verður flugið þangað í boði allt árið um kring. 
Brussel hefur verið ein af þeim borgum sem aðeins er flogið til yfir aðalferðamannamannatímabilið og Íslendingar á leið þangað hafa því þurft að millilenda á leiðinni eða jafnvel taka lest frá París eða Amsterdam. Á þessu verður breyting í ár því nýverið tilkynnti Icelandair að vélar félagsins muni fljúga til borgarinnar þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum, í allan vetur.
Samkvæmt athugun Túrista þá kosta ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, til Brussel í vetur 38.305 krónur.

Hlutfall íslenskra farþega lágt

Íbúatala Brussels hækkar verulega í miðri viku enda ófáir sem eiga erindi til borgarinnar enda halda þar til fjölmörgar alþjóðlegar stofnanir og þar á meðal ESB. Og þó aðild Íslands að Evrópusambandinu sé ekki dagskrá hjá núverandi ríkisstjórn þá þurfa vafalítið margir Íslendingar til borgarinnar í vinnuferð á veturna en sá hópur heldur hins vegar ekki uppi þessari flugleið að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Hlutfall Íslendinga í fluginu til og frá Brussel er lágt, líkt og á flestum okkar leiðum. Íslendingar eru nú um 15% af heildarfarþegum okkar. Í þessum flugi eru Belgar á leið til Íslands áberandi og einnig Bandaríkjamenn á leið til Brussel með millilendingu í Keflavík.“ 

Fátt vitað um fjölda Belga hér á landi

Í tölum Ferðamálastofu á fjölda ferðamanna hér á landi er stuðst við talningu við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli og eru farþegar flokkaðir niður eftir sautján erlendum þjóðernum. Belgar lenda hins vegar í flokknum „aðrir“ og því eru ekki til neinar opinberar tölur um fjölda belgískra flugfarþega hér á landi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði gistinóttum Belga á íslenskum hótelum hins vegar um rúm 20 prósent í júní síðastliðnum.
Síðustu tvö sumur bauð belgíska flugfélagið Thomas Cook Airlines upp á áætlunarflug hingað frá Brussel en félagið tók ekki upp þráðinn í ár og Icelandair hefur því verið eitt um flug héðan til Belgíu í ár.