Samfélagsmiðlar

Í fyrsta skipti beint flug til Brussel yfir veturinn

brussel b

Síðustu sex sumur hefur Icelandair boðið upp á áætlunarferðir til höfuðborgar Belgíu og nú verður flugið þangað í boði allt árið um kring. Síðustu sex sumur hefur Icelandair boðið upp á áætlunarferðir til höfuðborgar Belgíu og nú verður flugið þangað í boði allt árið um kring. 
Brussel hefur verið ein af þeim borgum sem aðeins er flogið til yfir aðalferðamannamannatímabilið og Íslendingar á leið þangað hafa því þurft að millilenda á leiðinni eða jafnvel taka lest frá París eða Amsterdam. Á þessu verður breyting í ár því nýverið tilkynnti Icelandair að vélar félagsins muni fljúga til borgarinnar þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum, í allan vetur.
Samkvæmt athugun Túrista þá kosta ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, til Brussel í vetur 38.305 krónur.

Hlutfall íslenskra farþega lágt

Íbúatala Brussels hækkar verulega í miðri viku enda ófáir sem eiga erindi til borgarinnar enda halda þar til fjölmörgar alþjóðlegar stofnanir og þar á meðal ESB. Og þó aðild Íslands að Evrópusambandinu sé ekki dagskrá hjá núverandi ríkisstjórn þá þurfa vafalítið margir Íslendingar til borgarinnar í vinnuferð á veturna en sá hópur heldur hins vegar ekki uppi þessari flugleið að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Hlutfall Íslendinga í fluginu til og frá Brussel er lágt, líkt og á flestum okkar leiðum. Íslendingar eru nú um 15% af heildarfarþegum okkar. Í þessum flugi eru Belgar á leið til Íslands áberandi og einnig Bandaríkjamenn á leið til Brussel með millilendingu í Keflavík.“ 

Fátt vitað um fjölda Belga hér á landi

Í tölum Ferðamálastofu á fjölda ferðamanna hér á landi er stuðst við talningu við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli og eru farþegar flokkaðir niður eftir sautján erlendum þjóðernum. Belgar lenda hins vegar í flokknum „aðrir“ og því eru ekki til neinar opinberar tölur um fjölda belgískra flugfarþega hér á landi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði gistinóttum Belga á íslenskum hótelum hins vegar um rúm 20 prósent í júní síðastliðnum.
Síðustu tvö sumur bauð belgíska flugfélagið Thomas Cook Airlines upp á áætlunarflug hingað frá Brussel en félagið tók ekki upp þráðinn í ár og Icelandair hefur því verið eitt um flug héðan til Belgíu í ár.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Öll þau nándarhöft sem lögð voru á íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 verða afnumin þegar ólympíuleikarnir í París hefjast í sumar. Í Tókýó var farið fram á það við afreksfólkið sem tók þátt í leikunum að það forðaðist alla óþarfa nánd og snertingu til að koma í veg fyrir Covid-smit.  Ólympíuleikarnir og Ólympíumót …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …