Stærri bílaleigubílar í Orlandó lækka í verði

orlando skilit

Hagstæðar verðsveiflur fyrir þá sem eiga eftir að leigja stóran bíl fyrir haustferðina til Flórída. Hagstæðar verðsveiflur fyrir þá sem eiga eftir að leigja bíl í stærri kantinum fyrir haustferðina til Flórída.
Það er eiginlega nauðsynlegt að vera á bíl þegar ferðast er um Orlandó og nágrenni og það eru því góð tíðindi þegar verðskrár bílaleiganna þar í borg lækka. Og það er raunin því sá sem bókar í dag bílaleigubíl í stærri kantinum þar í borg í september, október eða nóvember borgar 10 til 13 prósent minna en sá sem gekk frá pöntun í þann fyrsta maí. Þetta sýna verðskannanir Túrista á þróun leiguverðs hjá bílaleigunum við Orlando Interational flugvöll, nýja heimahöfn Icelandair í borginni. Hins vegar hefur verðið á minnstu bílunum eiginlega staðið í stað eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.
Sem fyrr er notast við leitarvél Rentalcars, eins stærsta bílaleigumiðlara í heimi, til að gera verðsamanburð á bílaleigunum við flugvöllinn í Orlandó. 

 
  Verð 6.ágúst
Orlando International, flokkur: „Economy“
Verð 1.maí
Orlando International, flokkur: „Economy“
Breyting Verð 6.ágúst
Orlando International, flokkur: „Minivan“
Verð 1.maí
Orlando International, flokkur: „Minivan“
Breyting
18.-25.september 24.492 kr. 24.213 kr. -1,15% 37.965 kr. 42.431 kr. -10,5%
16.-23.október 24.951 kr. 24.213 kr. +3% 38.330 kr. 44.033 kr. -13%
20.-27. nóvember 24.826 kr. 24.213 kr. +2,5% 38.149 kr. 44.033 kr.

-13,4%