Samfélagsmiðlar

Fararstjóralíf í Tyrklandi

Nazar katrin halldora

Katrín White og Halldóra Arnardóttir eru tveir af starfsmönnum norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar. Túristi tók þær tali milli tarna milli tarna í Tyrklandi.
Þær Katrín White og Halldóra Arnardóttir eru tveir af starfsmönnum norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar í Tyrklandi. Katrín er fararstjóri og Halldóra helgar sig alls kyns afþreyingu fyrir börn. Túristi tók þær tali á milli tarna á Pegasos World hótelinu til að heyra hvernig lífið gengur fyrir sig hjá íslenskum fararstjórum við Miðjarðarhafið.
Pegasos World er stórt strandhótel með sundlauga- og vatnsrennibrautagarði og þar er allur matur og drykkur innifalinn í gistingunni. Þess háttar hótel hafa lengi notið vinsælda meðal frændþjóðanna og að sögn Katrínar eru Íslendingar að læra á þess háttar fyrirkomulag. „Þeir eru til að mynda mjög ánægðir með að þurfa ekki að borga aukalega fyrir ís og aðra hressingu og alla þá afþreyingu sem hér er að finna. Vatnsrennisbrautagarður hótelsins skorar líka hátt hjá gestunum.” Þetta er annað sumar Katrínar á vegum Nazar í Tyrklandi og segir hún nokkuð um að gestir frá í fyrra hafi komið aftur á hótelið í sumar og svo er hópur fólks sem hafi þegar pantað herbergi fyrir næsta ár.

Íslendingar nýta sér barnaklúbbana betur

Barnafjölskyldur eru bróðurpartur gestanna á Pegasos World og býður Nazar upp á dagskrá fyrir þau yngstu stóran hluta dagsins. Íslensku krakkarnir hafa verið mjög áhugasöm um barnaklúbbana og í sumar hafa til að mynda nærri níu af tíu börnum tekið þátt í þeim sem er mun hærra hlutfall en gerist og gengur meðal frændþjóðanna. Aðspurð um hvort það sé munur á þeim íslensku og krökkunum frá hinum Norðurlöndunum segir Halldóra að hann komi helst í ljós á sundnámskeiðunum. „Það er áberandi að þau íslensku eru miklu betur synt en jafnaldrar þeirra frá hinum löndunum og mun síður vatnshrædd.”

Hörku vinna

Þær stöllur vinna langa vinnudaga í Tyrklandi, eru mættar um hálf níu á morgnana og deginum hjá Halldóru lýkur oft ekki fyrr en um tíu á kvöldin þegar barnadískóið endar. Katrín er á ferðinni á milli hótela á daginn en fer einnig í skoðunarferðir með farþega og tekur vikulega á móti nýjum gestum á flugvellinum. Halldóra sinnir hins vegar barnadagskránni á Pegasos World og segir að starfið krefjist þess að fólk stígi út fyrir þægindarammann. Katrín dregur ekki dul á að þetta er mikil vinna en segir að henni leiðist starfið aldrei og það sé enginn tími fyrir heimþrá. Hún reiknar því með að halda áfram en þó vilji hún prófa fleiri staði.

Nýta frítímann til að ferðast

Þrátt fyrir mikla vinnu sex daga í viku þá slá þær Halldóra og Katrín ekki slöku við þegar þær eiga frí og reyna þá að nýta tímann í að sjá sem mest af Tyrklandi. Halldóra sækir helst í fjallabæina í nágrenninu og Katrín hefur nýtt lengri fríin í að heimsækja fjarlægari slóðir, til dæmis Istanbúl.
Það starfa níu Íslendingar á vegum Nazar í Tyrklandi og í ár er búist við að þangað fari 3.500 gestir frá Íslandi á vegum ferðaskrifstofunnar.


Túristi heimsótti Tyrkland með aðstoð frá Nazar

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …