Samfélagsmiðlar

Fararstjóralíf í Tyrklandi

Nazar katrin halldora

Katrín White og Halldóra Arnardóttir eru tveir af starfsmönnum norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar. Túristi tók þær tali milli tarna milli tarna í Tyrklandi.
Þær Katrín White og Halldóra Arnardóttir eru tveir af starfsmönnum norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar í Tyrklandi. Katrín er fararstjóri og Halldóra helgar sig alls kyns afþreyingu fyrir börn. Túristi tók þær tali á milli tarna á Pegasos World hótelinu til að heyra hvernig lífið gengur fyrir sig hjá íslenskum fararstjórum við Miðjarðarhafið.
Pegasos World er stórt strandhótel með sundlauga- og vatnsrennibrautagarði og þar er allur matur og drykkur innifalinn í gistingunni. Þess háttar hótel hafa lengi notið vinsælda meðal frændþjóðanna og að sögn Katrínar eru Íslendingar að læra á þess háttar fyrirkomulag. „Þeir eru til að mynda mjög ánægðir með að þurfa ekki að borga aukalega fyrir ís og aðra hressingu og alla þá afþreyingu sem hér er að finna. Vatnsrennisbrautagarður hótelsins skorar líka hátt hjá gestunum.” Þetta er annað sumar Katrínar á vegum Nazar í Tyrklandi og segir hún nokkuð um að gestir frá í fyrra hafi komið aftur á hótelið í sumar og svo er hópur fólks sem hafi þegar pantað herbergi fyrir næsta ár.

Íslendingar nýta sér barnaklúbbana betur

Barnafjölskyldur eru bróðurpartur gestanna á Pegasos World og býður Nazar upp á dagskrá fyrir þau yngstu stóran hluta dagsins. Íslensku krakkarnir hafa verið mjög áhugasöm um barnaklúbbana og í sumar hafa til að mynda nærri níu af tíu börnum tekið þátt í þeim sem er mun hærra hlutfall en gerist og gengur meðal frændþjóðanna. Aðspurð um hvort það sé munur á þeim íslensku og krökkunum frá hinum Norðurlöndunum segir Halldóra að hann komi helst í ljós á sundnámskeiðunum. „Það er áberandi að þau íslensku eru miklu betur synt en jafnaldrar þeirra frá hinum löndunum og mun síður vatnshrædd.”

Hörku vinna

Þær stöllur vinna langa vinnudaga í Tyrklandi, eru mættar um hálf níu á morgnana og deginum hjá Halldóru lýkur oft ekki fyrr en um tíu á kvöldin þegar barnadískóið endar. Katrín er á ferðinni á milli hótela á daginn en fer einnig í skoðunarferðir með farþega og tekur vikulega á móti nýjum gestum á flugvellinum. Halldóra sinnir hins vegar barnadagskránni á Pegasos World og segir að starfið krefjist þess að fólk stígi út fyrir þægindarammann. Katrín dregur ekki dul á að þetta er mikil vinna en segir að henni leiðist starfið aldrei og það sé enginn tími fyrir heimþrá. Hún reiknar því með að halda áfram en þó vilji hún prófa fleiri staði.

Nýta frítímann til að ferðast

Þrátt fyrir mikla vinnu sex daga í viku þá slá þær Halldóra og Katrín ekki slöku við þegar þær eiga frí og reyna þá að nýta tímann í að sjá sem mest af Tyrklandi. Halldóra sækir helst í fjallabæina í nágrenninu og Katrín hefur nýtt lengri fríin í að heimsækja fjarlægari slóðir, til dæmis Istanbúl.
Það starfa níu Íslendingar á vegum Nazar í Tyrklandi og í ár er búist við að þangað fari 3.500 gestir frá Íslandi á vegum ferðaskrifstofunnar.


Túristi heimsótti Tyrkland með aðstoð frá Nazar

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …