Samfélagsmiðlar

Farmiðarnir oftar á uppleið en niðurleið

london verslun

Ertu að leita að ódýrustu fargjöldunum til Kaupamannahafnar, Óslóar og London eftir fjórar eða tólf vikur? Hér sérðu hvaða flugfélög bjóða best.

Ertu að leita að ódýrustu fargjöldunum til Kaupamannahafnar, Óslóar og London eftir fjórar eða tólf vikur? Hér sérðu hvaða flugfélög bjóða best.
Farþegi leið til London í lok mánaðar og ekki búinn að bóka far þarf að borga meira en sá sem var í sömu sporum á sama tíma í fyrra. Sömu sögu er að segja um þá sem eru á leið til borgarinnar í lok október og lægstu fargjöldin til Kaupmannahafnar hafa líka hækkð. Hins vegar hefur til Óslóar þróast á annan veg samkvæmt verðkönnun Túrista.
Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin innan hverrar viku og er bókunar- og farangursgjöldum bætt við. Reiknað er með að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur.

 Þróun fargjalda í viku 36 (31.ágú.-6. sep.) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

 20152014

2013

2012
London:    
easyJet40.895 kr.38.778 kr.35.534 kr.31.077 kr.
Icelandair59.735 kr.36.230 kr.40.370 kr.42.760 kr.
WOW Air39.895 kr.43.347 kr.34.173 kr.31.939 kr.
Kaupmannahöfn:    
Icelandair39.945 kr.39.320 kr.39.310 kr.38.830 kr.
WOW Air41.935 kr.38.220 kr.42.903 kr.47.820 kr.
Osló:    
Icelandair34.775 kr.33.390 kr.42.620 kr.Ekki kannað
Norwegian38.117 kr.34.748 kr.27.956 kr.Ekki kannað
SAS41.805 kr.25.735 kr.29.466 kr.Ekki kannað

Þróun fargjalda í viku 44 (26.okt. til 1. nóv.) milli ára þegar bókað er með tólf vikna fyrirvara

 20152014

2013

2012
London:    
British Airways36.435 kr.
easyJet26.901 kr.22.937 kr.35.377 kr.33.452 kr.
Icelandair41.135 kr.36.230 kr.44.270 kr.42.760 kr.
WOW Air28.995 kr.28.115 kr.41.273 kr.Flugáætlun WOW Air var ekki tilbúin 8/8/12
Kaupmannahöfn:    
Icelandair31.945 kr.39.320 kr.39.310 kr.39.050 kr.
WOW Air34.035 kr.27.965 kr.33.903 kr.Flugáætlun WOW Air var ekki tilbúin 8/8/12
Osló:    
Icelandair29.775 kr.33.390 kr.35.020 kr.
Norwegian17.273 kr.34.748 kr.19.980 kr.
SAS27.895 kr.25.735 kr.29.466 kr.

 

 

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …